Dráttarbíll Króks í vanda, Krani gamli reddar málum

Skrifað 8 July 2009


Sunnudaginn 5. júlí var dráttarbíll frá Króki í Reykjavík sendur að Laugum í Sælingsdal til að sækja fellihýsi með bilaðan hjólabúnað.  Það vildi ekki betur til en svo að Króksbíllinn festist utan vegar meðan á aðgerðum stóð.  Króksmenn settu sig í samband við lögreglu sem kallaði út kranabíl frá KM þjónustunni í Búðardal, stoltan GMC af árgerð 75.  Kalli fór á vettvang á Krana gamla og spilaði dráttarbíl Króks upp svo þeir gætu lokið ætlunarverki sínu og fellihýsið komst að lokum til Reykjavíkur.