Áburðarferð á Vestfirði

Skrifað 9 May 2011


Helgina 7.-8. maí fóru KM karlar ásamt Steina Kidda í trukkaferð vestur á firði með áburð.  Áburðurinn var sóttur til Hólmavíkur og því næst fluttur á áfangastaði; í Súgandafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð.  Flutningarnir gengu vel en þó sprakk á einum trukknum í fyrri lotunni og þurftu menn þá að leita til Dekkjaverkstæðis Ísafjarðar þar sem Bjarki reddaði málunum í snarheitum.  KM eigendur voru himinlifandi yfir þeirri þjónustu sem þar fékkst - auk þess sem það er alltaf gott að fá ástæðu til að kíkja aðeins á Ísafjörðinn góða :)  Myndir frá ferðinni er að finna í maí albúmi (vakin er sérstök athygli á hvað Hólmvíkingar eru framarlega í að þjónusta ferðamanninn með útiklósett).

Lesa alla fréttina

Jörfagleði

Skrifað 16 April 2011


Dagana 13.-20. apríl stendur yfir Jörfagleði í Dölum og mikið um að vera.  Nánari upplýsingar um hátíðna má finna á vef Dalabyggðar.
KM þjónustan óskar Dalamönnum og öðrum gestum góðrar skemmtunar á Jörfagleði.

Lesa alla fréttina

Útaf

Skrifað 15 April 2011


Mikil bleyta er í vegköntum og á hliðarvegum og er varasamt að fara of utarlega eins og sést á myndinni. Þessi var dreginn upp á Skógarströndinni.



Lesa alla fréttina

Útafkeyrsla

Skrifað 14 April 2011


Tæpt var þegar Nonni fór með vörur út að Lyngbrekku. Á leið heim, með tóman bílinn, lenti hann eins og nokkrir aðrir í að missa bílinn í linan kantinn þegar hann mætti bíl. Betur fór en á horfðist. Bændur á Lyngbrekku komu á vélum og drógu bílinn upp á veginn.

Lesa alla fréttina

Drifskaft

Skrifað 13 April 2011


Stopp upp á Þingmannaheiði með snúið drifskaft. Landsnetsmenn komu með drifskaft í lagfæringu eftir að þeir misstu bíl niður um ís. Var skorinn biti úr drifskaftinu og soðið nýtt rör í staðinn og smellt í rennibekkinn til að taka mesta titringinn úr. Fóru þeir með skaftið vestur, settu það í og brunuðu suður til Reykjavíkur.

Lesa alla fréttina

Fjórhjól

Skrifað 7 April 2011


Með minnstu ökutækjum sem koma í viðgerð er þetta fjórhjól frá Vörðufelli. Stoltur eigandi ekur hér út í prufurúnt.





Lesa alla fréttina

spurningakeppni

Skrifað 4 April 2011


Spurningakeppnin verður
17. apríl




Lesa alla fréttina

Færanlega lögreglustöðin

Skrifað 1 April 2011


Skessuhorn - lausn fengin í löggæslumálum Dalamanna
Vart hefur orðið við gríðarlegri óánægju með breytingar á tilhögun löggæslumála í Dalabyggð en fjárskortur setur sýslumannsembættinu stólinn fyrir dyrnar. Framundan er vaxandi umferð um héraðið og hefur lögreglan ákveðið að bregðast við því með tiltækum ráðum án þess þó að kostnaður fari úr böndunum. Keypt hefur verið færanlega lögreglustöð og henni komið fyrir í námunda við KM þjónustuna við Vesturbraut í Búðardal. Opið hús verður í nýju færanlegu lögreglustöðinni í dag milli klukkan 11 og 15. "Þetta er ágætur skúr með öllum þeim þægindum sem þarf til skýrslutöku og stuttri skammtíma vistun fanga. Að vísu er stöðin ekki upphituð enda einungis gert ráð fyrir að hafa hana á þessum stað yfir sumartímann. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að færa stöðina milli staða þangað sem álagið og þörfin er mest hverju sinni, t.d. á Landsmót hestamanna," sagði talsmaður lögreglunnar sem Skessuhorn ræddi við í gær. Þá hefur sýslumannsembættið fengið tuttugu pappalöggur sem til hafa verið frá tíð Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra og verðum þeim raðað með jöfnu millibili við Vesturbraut í Búðardal til að draga úr umferðarhraða. "Við leitum allra leiða til hagræðingar og eru þessar aðgerðir meðal þess sem gripið verður til," sagði fulltrúi sýslumanns sem Skessuhorn ræddi við.

Lesa alla fréttina

Mottumars

Skrifað 23 March 2011


Myndarlegir mottukarlar á vegum HVE taka þátt í liðakeppninni á mottumars.is (erum skráðir undir Akranesi).  Nú er um að gera og kíkja á karlana með því að ýta á hlekkinn hér.  Berjumst sameiginlega gegn krabbameini, leggðu okkur lið. Þitt framlag skiptir miklu máli. Við getum haft áhrif því rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af 3 krabbameinum.








Lesa alla fréttina

Kerrusmíði

Skrifað 14 March 2011


Þessa dagana erum við að smíða farangurskerru fyrir Svein Gestsson á Staðarfelli.  Eins og sést er verið að prófa burðarþol kerrunnar.



Lesa alla fréttina

114 15 16 17 1822