Skötuveisla

Skrifað 27 December 2010


Þar sem karlpeningurinn innan KM þjónustunnar er þekktur fyrir mikla matarást var þörf á að halda annað matarboð í desember og á Þorláksmessu var haldin skötuveisla á verkstæðinu.  Þar naut Binni litli rútustrákur sín einstaklega vel og sýndi okkur hinum hvernig ástríðufullir kokkar eiga að vera.

Lesa alla fréttina

Jólahlaðborð

Skrifað 27 December 2010


KM þjónustan bauð starfsliði sínu á jólahlaðborð sem haldið var á heimili Unnsteins og Írisar, en þau lögðu sig hvað mest fram við undirbúninginn ásamt Röggu Tobbakonu.  Það var mikið borðað, drukkið, hlegið og grátið gleðitárum og var það förupilturinn (bílstjórinn) Viðar sem stóð sig hvað best í að koma mönnum í gráthlátursgírinn... og það var góður gír!

Lesa alla fréttina

Kaffihúsakvöld Auðarskóla

Skrifað 3 December 2010


Fimmtudaginn 2. desember var haldið kaffihúsakvöld í Auðarskóla.  Þar var fólki skemmt með söng, leikritum, spurningakeppni milli foreldra og nemenda (foreldrar töpuðu með miklum mun) og einnig var keppni í förðun sem hinir þrælvönu Kiddi og Skjöldur unnu.  Hér til hliðar má sjá mynd af Skildi förðunarmeistara að farða supermodelið sitt og eins og sjá má var þetta óaðfinnanlegt hjá þeim félögum.  Eyjólfur skólastjóri og Jón Pétur danskennari voru verðugir andstæðingar en haft er eftir sigurvegurum keppninnar að þeim stjóra og dansara sé farsælast að halda sig bara við sín fyrri störf.  Gestum var boðið upp á ljúffengt kakó og "skólabakaðar" kökur að hætti nemenda.  Þetta góða skemmtikvöld endaði með glæsilegu happdrætti. 
Sjá myndir í desembermöppu.

Lesa alla fréttina

Breyttur opnunartími í vetur

Skrifað 3 December 2010


Frá 1. desember 2010 verður almennur opnunartími frá kl. 8:00-12:00 og 13:00-17:00 alla virka daga.

Opnunartími verslunar um jól og áramót:

Lesa alla fréttina

Ófærð á Bröttubrekku

Skrifað 1 November 2010


Stundum er erfitt að vera flutningabílstjóri á sexhjóla bíl í ófærð á leiðinni upp Bröttubrekku og ekki síst þegar dekkin teljast ekki mjög góð. Trailer KM-þjónustunnar stoppaði á suðurleið í dag, fara þurfti með fleiri keðjur og bæta á bílinn. Þetta sýnir að alltaf kemur veturinn jafn mikið á óvart á Íslandi.

Lesa alla fréttina

Haustfagnaður

Skrifað 23 October 2010


Haustfagnaður var í Dölum 22.-23. október.  Föstudagurinn byrjaði með lambhrútasýningu og eflaust fleiru sem er látið óupptalið hér og um kvöldið var sviðaveisla, hagyrðingakvöld og endað á balli með Geirmundi.  Það var talið að á fimmta hundrað manns hafi verið á sviðaveislunni. Á laugardaginn var lambhrútasýning, opið hrútamót, Íslandsmeistaramót í rúningi, leikir í boði skáta, markaður og fleira í reiðhöllinni.  Nokkrar myndir úr reiðhöllini eru komnar í októbermöppu.

Lesa alla fréttina

Sjúkrabíll endurnýjaður

Skrifað 21 October 2010


Gamli sjúkrabíllinn í Búðardal var endurnýjaður á dögunum.  Fenginn var nýrri bíll sömu tegundar, Ford Econline, en fimmtán árum yngri.  Það verður mikill munur þar sem mikil aukning er á umferð í gegnum Dalasýslu.

Lesa alla fréttina

Hvít jörð

Skrifað 21 October 2010


Alhvít jörð í Dölum.  Það ber ekki á öðru en að það sé komin hálka í Dölum og margir vilja komast á nagladekk.  Stöðugur straumur hefur verið af bílum í umfelgun hjá KM-þjónustunni, menn sitja sveittir við að negla og umfelga allar stærðir af bílum.

Lesa alla fréttina

Stóra planið

Skrifað 14 September 2010


Í ágúst tóku KM bræður sig til og löguðu planið í kringum KM-þjónustuna.  Þá var lögð olíumöl í samstarfi við aðra húseigendur á Vesturbraut 20 á sama tíma og sveitarfélagið lagði á planið á nýju gámasvæði.  Gilbert Hrappur og Einar Kristjáns sáu um malarflutning í undirlagið og Sæmundur Jóhanns sá um að hefla og slétta svæðið.  Fyrirtækið Blettur lagði olíumölina.  Sjá myndir í myndamöppu.

Lesa alla fréttina

116 17 18 19 2022