KM á facebook

Skrifað 12 June 2016


KM þjónustan hefur opnað facebook síðu, sjá www.facebook.com/kmthjonustan
Vefsíðunni www.km.is verður áfram ætlað að halda utan um myndasafn okkar og er því facebook síðan viðbót við hana.

Lesa alla fréttina

NýjaBlogEntry

Skrifað 26 May 2016


Eins og kemur fram á fréttaveitunni skessuhorn.is fór dráttarbíll KM þjónustunnar í útkall upp á Haukadalsskarð á þriðjudagskvöldið. Voru þar á ferð erlendir ferðamenn, karl og kona, og höfðu þau fest bílinn í snjóskafli þegar þau voru komin nánast alla leið upp á skarðið. Hjónin voru á ferðinni frá Ólafsvík og ætluðu til Akureyrar og notuðu Google Map til að fara stystu leiðina eins og sjá má á fréttinni á Skessuhorni:

Lesa alla fréttina

Framkvæmdir í verslun

Skrifað 22 May 2016


Í vikunni standa yfir breytingar innan verslunar KM þjónustunnar en verið er að skipta út hluta innréttinga. Það er von okkar að þetta valdi sem minnstu raski í afgreiðslu en opnunartíminn verður sá sami og vant er.

Lesa alla fréttina

Vorlestin í KM

Skrifað 3 May 2016


Það var mikið um að vera í kringum KM þjónustuna í dag þegar Vorlestin mætti á svæðið. Birfreiðaskoðun Frumherja var einnig með sína starfsemi á verkstæðinu í dag og var því brugðið á það ráð að staðsetja Vorlestina á plani KM þjónustunnar hinum megin við veginn á Vesturbraut 15. Það var því ekki mikið um laus bílastæði um tíma og einhverjir brugðu á það ráð að leggja hjá nágrönnum okkar í Vegagerðinni. Sjá myndir í myndamöppu fyrir maí mánuð.

Lesa alla fréttina

KM hefur keypt Vesturbraut 15

Skrifað 12 March 2016


KM þjónustan hefur keypt húsnæðið að Vesturbraut 15 í Búðardal þar sem Vínbúðin er til húsa og verður rekstur Vínbúðarinnar áfram á sama stað. Til að byrja með verður minna bil hússins notað undir vinnustofu.

Lesa alla fréttina

Óskum eftir starfsfólki í sumarafleysingar

Skrifað 9 March 2016


KM þjónustan í Búðardal auglýsir eftir starfsfólki í sumarafleysingar:
- bifvélavirkja eða hæfum viðgerðarmanni á verkstæði. Meirapróf er kostur.
- starfsmanni í afgreiðslu í verslun KM þjónustunnar.
Nánari upplýsingar veitir Kalli í síma 8956677

Lesa alla fréttina

Óskuðu eftir dráttarbíl að Bláfjallavegi

Skrifað 2 March 2016


Þýskir ferðamenn höfðu samband við Kalla í KM þjónustunni upp úr miðnætti í nótt og óskuðu eftir dráttarbílaþjónustu. Sögðust þeir vera fastir og gáfu upp vegnúmer 417 og kom í ljós að þeir voru staddir við Bláfjallaveg. Sögðust þeir hafa fengið þetta símanúmer frá öðrum erlendum ferðamönnum fyrir norðan daginn áður, ekki fengust ítarlegri upplýsingar um hvar fyrir norðan þeir voru þá staddir. Þar sem dráttarbílaþjónusta KM þjónustunnar er talsvert fjarri Bláfjallavegi var ferðamönnunum leiðbeint með hvernig best væri að snúa sér til að fá aðstoð nær þeirra svæði.

Lesa alla fréttina

Framkvæmdir í KM

Skrifað 23 February 2016


Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í KM þjónustunni en verið er að stækka við búðarhlutann inn af lager. Vegna framkvæmdanna hefur tímabundið þurft að þrengja mikið að í fóðurafgreiðslunni og það á köflum tafið afgreiðslu. En framkvæmdirnar koma þó ekki í veg fyrir að hægt sé að afgreiða út vörur og allar pantanir verða áfram við það sama.

Lesa alla fréttina

Skoðunardagar Frumherja 2016

Skrifað 27 January 2016


Upplýsingar um skoðunardaga hjá Frumherja árið 2016 í Búðardal eru komnar á vefinn. Sjá nánar undir hnappnum "Frumherji".

Lesa alla fréttina

Lokað vegna vörutalningar

Skrifað 8 January 2016


Við vekjum athygli á að lokað er í verslun KM þjónustunnar föstudaginn 8. janúar og mánudaginn 11. janúar skv. auglýsingu sem send var út fyrir jólin. Ath. verkstæði er opið.

Lesa alla fréttina

1 2 3 4 520