Þjóðvegur 66

Skrifað 20 July 2015


Talsvert hefur verið um útköll á dráttarbílum KM þjónustunnar það sem af er sumri og nú síðast var þörf á dráttarbíl upp á Kollafjarðarheiði.  Þar var einsdrifs fólksbíll pikk fastur í stórgrýti en leiðin er að öllu ófær og skráð sem slík hjá Vegagerðinni.  Um var að ræða erlenda ferðamenn en björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum náði í þá um nóttina og barst svo útkallið til KM þjónustunnar morguninn eftir.

Lesa alla fréttina

Vetrarfærð í júní

Skrifað 11 June 2015


Hjörtur Vífill starfsmaður KM þjónustunnar fór í útkall 8. júní s.l. upp á Steingrímsfjarðarheiði en þar voru aðstæður vægast sagt óvenjulegar fyrir júnímánuð, vetrarfærð og kuldi.  Budardalur.is og ýmsar aðrar fréttaveitur sögðu frá útkallinu en hér kemur myndin sem allir hafa beðið eftir.  Strákurinn er seigur í selfie!
Hér má smella til að sjá frétt á Búðardalur.is

Lesa alla fréttina

Evans hreinlætisvörur

Skrifað 2 June 2015


KM þjónustan hefur tekið í sölu Evans hreinlætisvörur frá Rekstrarlandi, við bjóðum einnig upp á sérpantanir á hinum ýmsu vörum sem Rekstrarland hefur upp á að bjóða.

Lesa alla fréttina

Ráðgjöf til bænda 27.-28. apríl

Skrifað 27 April 2015


Ráðgjafar Olís verða til staðar í KM þjónustunni eftir hádegi í dag og allan daginn á morgun þar sem boðið verður upp á ráðgjöf og kynningu til bænda.

Lesa alla fréttina

Útsæði

Skrifað 17 April 2015


Útsæðið er komið í KM þjónustuna, gullauga, premier, Helga og rauðar.

Lesa alla fréttina

Útkall á Holtavörðuheiði

Skrifað 13 April 2015


Enn skella á vonskuveður og því fékk fólk að finna fyrir á Holtavörðuheiði í gær.  Þar skapaðist ófremdarástand þegar 12 bílar lentu í árekstri og 2 menn slösuðust þegar vöruflutningabíll keyrði inn í öngþveitið.  Báðir kranabílar KM þjónustunnar voru sendir á vettvang auk kranabíls frá SG verki á Borðeyri. Binni fór á öðrum KM bílnum en Villi á hinum en hann gerði sér lítið fyrir og dreif sig af stað frá Laxárdalsheiði þar sem hann hafði verið í góðra vina hópi í sleðaferð.  Hjörtur keyrði á móti honum með kranabílinn og skiptust þeir á bílum á miðri leið.   Í heildina voru 9 bílar fluttir á vélaverkstæðið SG verk á Borðeyri og einn bíll var fluttur í Borgarnes.  Auk þess voru fleiri bílar lítillega skemmdir en í aksturshæfu ástandi.  Sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang frá Búðardal en þegar á reyndi var aðeins annar bíllinn notaður í flutning.

Lesa alla fréttina

Vöruflutningabíll út af rétt við Skriðuland

Skrifað 26 February 2015


Í gær fór Flutningabíll út af í nágrenni Skriðulands í Dölum.  Útkallsbeiðni barst til KM þjónustunnar vegna slyssins en Kalli og Binni fóru á dráttarbíl til björgunaraðgerða ásamt fleiri björgunaraðilum.  Sjá myndir í myndamöppu febrúarmánaðar.
Bílstjórinn var fluttur til skoðunar á Heilsugæsluna í Búðardal.

Lesa alla fréttina

Útkall að Ódrjúgshálsi

Skrifað 21 January 2015


Bilaði á Ódrjúgshálsi

Í morgun barst KM þjónustunni beiðni um viðgerð en á Ódrjúgshálsi var vöruflutningabíll stopp og teppaði alla umferð stærri bíla. Kalli og Villi fóru að Ódrjúgshálsi til verkefnisins en þegar þurfti að sækja nauðsynlega bolta fyrir viðgerðina, þ.e. fara í veg fyrir bíl við Þröskulda, komu þeir að öðrum í vanda á Hjallhálsi. Hafði hann runnið þversum á veginum og KM menn spiluðu bílinn aftur upp.  Að því loknu var erindinu að Þröskuldum sinnt og farið aftur til baka að Hjallhálsi í áframhaldandi viðgerðarvinnu.

Lesa alla fréttina

Áhugaverð umfjöllun um Holuhraun

Skrifað 15 January 2015


Hér deilum við áhugaverðri slóð sem sýnir breytingar á Holuhrauni frá september 2014 fram til 3. janúar 2015, sjá slóð: http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=85031&src=fb
Ef ýtt er á hnappinn "View Image Comparison"  fáið þið myndirnar hlið við hlið og getið dregið sleðann fram og til baka yfir myndirnar til að bera þær saman.

Lesa alla fréttina

Hólar og BarcroftTV

Skrifað 6 January 2015


Rebecca

Rebecca Cathrine Kaad Ostendfeld bóndi á Hólum skellti inn myndbandi á netið sem sýnir íslenskan vetrarstorm.  Myndbrotið sló í gegn á vefmiðlum og nú hefur BarcroftTV klippt saman nokkrar upptökur frá Rebeccu og miðlað sem fréttaskeiði á vefsíðunni YouTube.  Smelltu hér til að sjá myndbandið.

Lesa alla fréttina

13 4 5 6 720