Glímumót

Skrifað 14 November 2014


Laugardaginn 15. nóvember verður glímumót í Búðardal, staðsett í Dalabúð og hefst kl. 13:00.  Mótið er hluti af meistaramótaröð Glímusambands Íslands.  Við hvetjum fólk til að fjölmenna og hvetja okkar menn.
Fyrir hönd Glímufélags Dalamanna, Jóhann Pálmason.

Lesa alla fréttina

Gosmengun

Skrifað 30 October 2014


Dalamenn hafa orðið vel varir við gosmengun í dag en blámóðan hefur nú legið yfir öllu og heldur í sterkari kantinum.  Við höfum sett inn nokkrar myndir frá Búðardal en þær má finna með því að smella á myndamöppu októbermánaðar.

Lesa alla fréttina

Opið laugardaginn 25/10

Skrifað 23 October 2014


KM kaffi - ljósmyndasýning í KM þjónustunni

Verslun KM þjónustunnar verður opin laugardaginn 25. október kl. 13:00-17:00 vegna sauðfjárhátíðar Dalamanna.  Sama dag opnar Steinunn Matthíasdóttir ljósmyndasýningu sína "KM kaffi".  Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur, verið velkomin :)

Lesa alla fréttina

Kartöflupokar

Skrifað 19 September 2014


Kartöflupokar eru nú fáanlegir í KM þjónustunni, 5kg poki kr. 40.-

Lesa alla fréttina

Væntanlegt

Skrifað 19 September 2014


Stígvél verða fáanleg í stærðum 20-36

Töluvert hefur verið spurt um Puddle barnastígvélin í stærri stærðum en nú höfum við fengið tilkynningu um að stærðir 33-36 séu væntanlegar.  Stígvélin verða því fáanleg í stærðum 20-36, kr. 7900.-

Lesa alla fréttina

Reiðhjálmar

Skrifað 26 August 2014


Erum komin með flotta og ódýra reiðhjálma frá þýska framleiðandanum USG.  Til í þremur stærðum og stillanlegir að aftan.  Hægt er að taka fóðrið innan úr þeim og setja í þvottavél.  Hjálmarnir uppfylla evrópska öryggisstaðla CE.  Verð kr. 12.800.-

Lesa alla fréttina

Puddle

Skrifað 22 August 2014


Puddle barnastígvélin

Í KM þjónustunni færðu Puddle barnastígvélin í stærðum 24-32.  Þetta eru vönduð stígvél hönnuð með það í huga að auðvelt sé að þrífa og klæða sig í og úr.  Stígvélin eru vel frostþolin en þau eru klædd með neoprenlagi að innan og náttúrugúmmíi að utan.  Verð 7.900 kr.

Lesa alla fréttina

Skráning í kassabílarallýið

Skrifað 9 July 2014


Hjörtur kassabílarallýdómari

Við minnum á kassabílarallý KM þjónustunnar en það hefur endanlega verið staðfest að rallýið verður á milli dagskrárliða hjá Vestfjarðavíkingnum, þ.e. kl. 15:00 á laugardeginum 12. júlí.  Hjörtur kassabílarallýdómari tekur á móti skráningu  í síma 868 2884.  Hægt er að sjá myndir frá seinustu hátíð með því að smella hér.

Lesa alla fréttina

Skreyting fyrir bæjarhátíð

Skrifað 9 July 2014


Örfáir dagar eru í að bæjarhátíðin Heim í Búðardal hefjist og eins og flestir vita skreytum við bæinn í litum eftir bæjarhlutum.  Innfráingar skreyta með rauðu og bláu en útfráingar með appelsínugulu og grænu.  Í KM þjónustunni fást nú skreytingafánar í þessum glaðlegu litum, athugið takmarkað magn.

Lesa alla fréttina

Bílvelta á Skógarströnd

Skrifað 8 July 2014


Bílvelta rétt við Bíldhól

Í dag þurfti að fara á kranabíl að sækja bíl á Skógarströndina en sá hafði oltið út af.  Þetta er fimmta bílveltan þetta sumarið á Skógarströnd, þ.e. á kaflanum milli Bildhóls og Straums.  Í öllum tilfellum hefur verið um bílaleigubíla að ræða og útlendingar á ferð sem væntanlega hafa ekki mikla reynslu af akstri á malarvegum en vegurinn á Skógarströnd þykir í verra lagi.  

Lesa alla fréttina

16 7 8 9 1022