Gleðilega þjóðhátíð!

Skrifað 17 June 2009


KM þjónustan óskar Dalamönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar. 
Í Búðardal sá þjóðhátíðarnefnd Lions fyrir hátíðardagskrá sem heppnaðist vel að vanda.  Dagskráin hófst á skrúðgöngu þar sem skátar í skátafélaginu Stíganda voru fremstir í fylkingu ásamt Jóa löggu.  Eftir skrúðgöngu tók við hátíðardagskrá í Dalabúð þar sem m.a. kom fram nýútskrifaður grunnskólanemi í hlutverki fjallkonunnar, Elín Margrét Böðvarsdóttir.  Að hátíðardagskrá lokinni var kaffihlaðborð að hætti Lionsmanna þar sem menn gátu endurnýjað orkubirgðir sínar eftir mikil hlaup í fjölskylduratleik.  Við nýja leikskólann voru hoppukastalar fyrir unga fólkið og þar voru einnig bændur frá Erpsstöðum að selja KJAFT-ÆÐI, heimagerðan rjómaís (sjá nánar á www.erpsstadir.is).