Haustfagnaður

Skrifað 23 October 2010


Haustfagnaður var í Dölum 22.-23. október.  Föstudagurinn byrjaði með lambhrútasýningu og eflaust fleiru sem er látið óupptalið hér og um kvöldið var sviðaveisla, hagyrðingakvöld og endað á balli með Geirmundi.  Það var talið að á fimmta hundrað manns hafi verið á sviðaveislunni. Á laugardaginn var lambhrútasýning, opið hrútamót, Íslandsmeistaramót í rúningi, leikir í boði skáta, markaður og fleira í reiðhöllinni.  Nokkrar myndir úr reiðhöllini eru komnar í októbermöppu.