Sumarið er tíminn

Skrifað 11 August 2011


...sungu þeir Rúnar og Bubbi fyrir mörgum árum og mætti ætla að þeir hafi ort þetta til okkar hér í KM þjónustinni því að hér er sumarið sannarlega tíminn... tími ferðalanga með sprungin dekk, bílaleigubíla úti í móum og laskaðra heyvinnutækja svo eitthvað sé nefnt.

Og þó að norðanáttin og kuldinn séu búin að vera við völd hérna þetta sumarið er alltaf líf og fjör á KM heimilinu, aldrei lognmolla eins og maðurinn sagði.

Og svona fyrir þá sem vilja slúður en hafa ekki átt leið til okkar þetta sumarið að þá eru hérna nokkrir skemmtilegir punktar: Gísli Björn og Jón (Nonni litli) yfirgáfu okkur og héldu á vit nýrra ævintýra en maður kemur í manns stað því Tom & Jerry mættu á svæðið (Denni og Jenni). Hjörtur fór í bað í Miðá með kranabílinn+kerruna+LandCrusier en gleymdi sjampóinu og kútnum (öryggisstaðlar hafa nú verið uppfylltir og búið að er að koma kútnum varanlega fyrir í kranabílnum - gamli uppblásni kúturinn hans Gísla... það lekur samt ekki úr gatinu...). Unglingarnir Kalli og Unnsteinn fóru á unglingalandsmót á Egilstöðum og urðu svo svangir að þeir tættu beint á fiskidaga í Dalvík og þurftu að kalla eftir liðsauka!! Binni var sendur til að bjarga þeim um leið og hann gerðist svo rausnarlegur að bjóða fjölskyldunni út að borða.  Jónas sumarbúðarstrákur ákvað að taka í sama streng og Binni og tók dagssprett til Dalvíkur þar sem hann bauð sinni fjölskyldu líka út að borða.  Siggi sumarstrákur hélt áfram að vera sætur og hætti að drekka eftir verslunarmannahelgi. Þura flúði land tímabundið (taugatrekkjandi að vinna í svona pylsupartýi) og Tobbi??? jaa... hann fór bara heim að heyja.  Og loks fór Viðar í frí frá fæðingarorlofi.