112 dagurinn

Skrifað 12 February 2011


Vegna aðkomu KM karla að 112 deginum í Búðardal megum við til með að minna á þann viðburð hér:
Í tilefni 112 dagsins verður kynning á starfsemi neyðarþjónustuaðila í húsnæði Björgunarsveitarinnar Óskar laugardaginn 12. febrúar, kl. 13:00-16:00.
Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi sem tengist því.  Björgunarsveitin og sjúkraflutningamenn í Dalabyggð taka á móti gestum og gangandi.

  • Björgunarsveitar- og sjúkrabifreiðar til sýnis
  • Blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar
  • Starfsemin kynnt gestum og gangandi
  • Kaffi á könnunni

Björgunarsveitin Ósk og HVE Búðardal