Afgreiðsla í samkomubanni

Skrifað 23 March 2020


Kæru viðskiptavinir.
Vegna Covid-19 þurfum við að vinna eftir breyttum leikreglum. Meðan samkomubann varir hefur verið sett upp vaktaskipulag hjá starfsmönnum sem þýðir að færri eru að störfum í einu. Eðli málsins samkvæmt hefur þetta einhver áhrif, færri verkefni komast að í einu á verkstæði og gert er ráð fyrir að einn starfsmaður sinni afgreiðslu í verslun á hverri vakt.
Við viljum vekja athygli á að KM þjónustan býður upp á símapantanir í verslun. Við reynum eftir fremsta megni að halda venjulegum opnunartíma.
Við vitum að við getum treyst á skilning viðskiptavina okkar og færum þeim bestu þakkir fyrir. Við stöndum öll saman.
Með virðingu og vinsemd,
KM þjónustan ehf.