Bakarí opnar í Búðardal

Skrifað 14 June 2009


Bakaríið Brauðval opnaði að nýju í Búðardal í dag.  Dalamenn fögnuðu opnun og sitja nú sveittir í sætabrauðsáti í sól, hlýindum, rigningu og sumri.  Ingimar bakari hefur varla haft undan við að framleiða og er að eigin sögn mjög ánægður með viðtökurnar.  Hann stefnir að því að halda opnu fram á haust, a.m.k. til að byrja með.  Opnunartími virka daga er kl. 9:00-18:00 en laugardaginn 27. júní verður Brauðval 20 ára og af því tilefni verður opið þann dag og í kjölfarið hefst helgaropnun sem varir fram í ágúst. 
KM þjónustan fagnar opnun Brauðvals enda miklir stuðningsmenn bakstursiðnaðarins.  Til hamingju Ingimar og fjölskylda og allir sætabrautsdrengir/stúlkur!