Áburðarferð

Skrifað 9 May 2011


Helgina 7.-8. maí fóru KM karlar ásamt Steina Kidda í trukkaferð vestur á firði með áburð.  Áburðurinn var sóttur til Hólmavíkur og því næst fluttur á áfangastaði; í Súgandafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð.  Flutningarnir gengu vel en þó sprakk á einum trukknum í fyrri lotunni og þurftu menn þá að leita til Dekkjaverkstæðis Ísafjarðar þar sem Bjarki reddaði málunum í snarheitum.  KM eigendur voru himinlifandi yfir þeirri þjónustu sem þar fékkst - auk þess sem það er alltaf gott að fá ástæðu til að kíkja aðeins á Ísafjörðinn góða :)  Myndir frá ferðinni er að finna í maí albúmi (vakin er sérstök athygli á hvað Hólmvíkingar eru framarlega í að þjónusta ferðamanninn með útiklósett).