Buslodarflutningur

Skrifað 24 August 2009


Fimmtudaginn 20. ágúst var haldið í hann að Þórshöfn með búslóð nýráðins sveitarstjóra Langanesbyggðar, Gunnólfs Lárussonar fyrrum sveitarstjóra Dalabyggðar.  Farið var af stað frá Búðardal um kl. 15:00 og komið til Þórshafnar kl. 23:30, þá voru að baki nærri 615 km.  Á föstudagsmorgni var búslóðin losuð og haldið að Sauðanesi við Langanes þar sem fyrirtækið Skör er til húsa.  Þar er framleiddur spænir úr rekaviði og fylltu KM menn flutningabíl og vagn af spæni sem KM þjónustan mun hafa til sölu í verslun sinni í vetur.  Í allt reyndist þetta vera 12, 5 tonn af íslenskri framleiðslu.