Fjögur útköll á einum sólarhring

Skrifað 8 July 2009


Það var nóg að gera á kranabílnum frá kvöldi 7. júlí og fram eftir morgni 8. júlí. 
Þetta byrjaði á því að redda þurfti eiganda hjólhýsis sem var staddur í Laxárdal með sprungið dekk en ekkert varadekk.  Binni fór á kranabílnum og reddaði málunum.
Í öðru útkallinu var bilaður bíll á þjóðveginum við Hrútsstaði.  Binni flutti hann á kerru aftan í kranabílnum til viðgerðar í KM þjónustuna.
Þriðja útkallið kom upp úr miðnætti.  Lögreglan kallaði út kranabíl frá Búðardal vegna bifreiðar sem hafði verið stolið í Borgarnesi þá um nóttina ásamt hjólhýsi.  Binni og Tobbi sáu um flutning í Borgarnes þar sem bifreiðin var sett í geymslu lögreglunnar.  Sjá nánar frétt á mbl.is um málið: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/08/stal_bil_og_hjolhysi/
Fjórða útkallið var vegna bilunar í bíl á Laugum í Sælingsdal.  Nonni fór sína fyrstu ferð á kranabílnum og flutti bifreiðina í Búðardal þar sem viðgerð fór fram.