Nýjar vörur

Skrifað 12 June 2013


Nú er komin ný sending af léttum fatnaði í KM þjónustuna.  Um er að ræða golf boli, sokka, vettlinga, létta jakka og húfur.  Fyrir höfum við verið með vinnutengdan fatnað eins og vinnuvettlinga, vinnugalla, skófatnað og herrasokka.

Léttir fingravettlingar á börn frá 310 kr.
Ungbarnasokkar 5 í pakka 900 kr.
Mjúkir ungbarnasokkar 2 í pakka 650 kr.
Dömusokkar 3 í pakka 900 kr.
Léttir jakkar XL 4900 kr.
Þunnir jakkar XS-XXL 3300 kr.
Bolir S-XXL frá 1600 kr.

Lesa alla fréttina

Gleðilegt sumar

Skrifað 25 April 2013


Sumardagurinn fyrsti í Búðardal

Það er eflaust hægt að segja að sumardagurinn fyrsti stígi léttan dans með vetri konungi en snjórinn minnir létt á sig í Dölum og heldur kaldur vindur blæs og því er ráð að klæða sig almennilega ef njóta á útivistar.  Dalamenn fagna sumri með setningu Jöfragleði en það er gert annað hvert ár á móti bæjarhátíðinni Er ég kem heim í Búðardal sem verður þá næst sumarið 2014.  Við í KM  þjónustunni óskum  ykkur góðrar skemmtunar á Jöfragleði og gleðilegs sumars!

Lesa alla fréttina

Mótmælandi í Búðardal

Skrifað 19 April 2013


Bíllinn kominn á bílaplan skammt frá Blómalindinni

Þegar starfsmenn KM þjónustunnar mættu til starfa í morgun blasti við þeim heldur undarleg sýn en á plani fyrirtækisins stóð gamall pallbíll með mótmælaskilti á pallinum ásamt fánastöng og flaggað í hálfa.  Bílnum var komið fyrir í gærkvöldi og staðsetningin hefur augljóslega verið valin með það fyrir augum að vefmyndavél Búðardalur.is næði að fanga gjörninginn og miðla honum þannig á veraldarvefinn. Snemma í morgun mætti lögregluþjónn á svæðið og gerði fánann upptækan en einhver hluti fánalaganna virðist hafa verið brotinn.  Heimildir eru þó fyrir því að fáninn hafi verið tekinn niður fyrir nóttina og flaggað á ný eldsnemma í morgun.  Texti skiltisins inniheldur ádeilu á það að þingmenn geti skipt um flokk á miðju kjörtímabili og þó haldið þingsæti sínu.  Á skiltinu er lesendum bent á að gúgla/google "hentifánaþingmaður" og "ástundun hórdóms" en þá finna þeir skrif Svavars Garðarssonar frá 8. nóvember 2012 á www.skessuhorn.is  og skrif frá 28. desember 2006 á www.visir.is.  Þess skal getið að KM þjónustan er ekki þátttakandi í gjörningnum þó svo að bílnum hafi upphaflega verið lagt á plani fyrirtækisins en síðar var hann færður á bílaplan skammt frá Blómalindinni og Samkaupum.  Umrætt skilti má sjá á ljósmyndum í myndamöppu aprílmánaðar.

Lesa alla fréttina

Tilkynning frá Vörumiðlun

Skrifað 18 April 2013


Þar sem Vörumiðlun ehf. hefur keypt flutningafyrirtækið af KM þjónustunni verða eftirfarandi breytingar á akstursleiðum:

 

Lesa alla fréttina

Eigendaskipti á Bjargi

Skrifað 17 April 2013


Skál!

Pálmi Jóhannsson og Anna Sigríður Grétarsdóttir eru nýir eigendur að Gistiheimilinu Bjargi í Búðardal.  Þau tóku formlega við rekstrinum í dag af hendi Vilhjálms Ástráðssonar sem í daglegu tali hefur verið kallaður Villi á pöbbnum.  Villi hefur staðið vaktina s.l. 19 ár og verið með gistiþjónustu, veitingar og haldið úti pöbbastemningu.  Árið 2002 bættust pizzur á matseðilinn á Bjargi og fékk veitingastaðurinn þá nafnið Villapizza en Bjarg hélt áfam sínum sessi sem gistiheimili.  Heimamenn hafa ýmist talað um að fara á Bjarg, Villlapizzu eða einfaldlega á pöbbinn en vitanlega er það allt sami staðurinn.

Lesa alla fréttina

Eigendaskipti

Skrifað 25 February 2013


 

 Tilkynning vegna vöruflutningaþjónustu

Lesa alla fréttina

Öskudagurinn

Skrifað 13 February 2013


Hilmar Jón í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar

Það komu skemmtilegir gestir í KM þjónustuna í dag eins og önnur fyrirtæki og stofnanir í Búðardal.  Þar voru á ferðinni alls konar kynjaverur, dýr, prinsessur, persónur úr ævintýrum, sjónvarpsþáttum, bíómyndum, prestur og svona má lengi telja.  Á öskudagsballi foreldrafélags Auðarskóla voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana.  Hilmar Jón Ásgeirsson stóð upp úr í hópi barna en hann gerðist svo kjarkaður að raka af sér hárið til að skapa persónuna Georg Bjarnfreðarson og það leyndi sér ekki að strákurinn var búinn að temja sér ýmsa takta Georgs.  Þess má geta að hann bjó svo til skegg úr hárinu sem hann rakaði af sér.  Anna og Lolli í Magnússkógum voru verðlaunuð í hópi fullorðinna.  Hægt er að sjá myndir af Hilmari í hlutverki Georgs í myndamöppu febrúarmánaðar.

Lesa alla fréttina

Góðviðri

Skrifað 10 February 2013


Veðrið var með eindæmum gott í dag enda sást fólk víða á spjalli úti fyrir.  Þótt febrúar geti oft skartað hvítri breiðu þá var allt autt, nánast eins og andaði vori í lofti.  Snjóleysi hefur reyndar einkennt veturinn í Dölum fram að þessu, þó hefur hann sést endrum og eins en ekki í svo miklu magni.

Lesa alla fréttina

Þorrablót Laxdæla

Skrifað 21 January 2013


Þorrablót Laxdæla verður á laugardaginn 26. janúar.  Ball á eftir með Hvanndalsbræðrum!  Miðapantanir þurfa að berast undirrituðum nefndarmönnum í síðasta lagi miðvikudaginn 23.janúar:

Lesa alla fréttina

Myndir frá óveðrinu

Skrifað 2 January 2013


Áttu myndir frá óveðrinu um hátíðirnar?  Ef þú hefur áhuga á að birta myndir hér á km.is vinsamlegast hafðu samband með tölvupósti á km@km.is 

Lesa alla fréttina

19 10 11 12 1322