Eigendaskipti á Bjargi

Skrifað 17 April 2013


Skál!

Pálmi Jóhannsson og Anna Sigríður Grétarsdóttir eru nýir eigendur að Gistiheimilinu Bjargi í Búðardal.  Þau tóku formlega við rekstrinum í dag af hendi Vilhjálms Ástráðssonar sem í daglegu tali hefur verið kallaður Villi á pöbbnum.  Villi hefur staðið vaktina s.l. 19 ár og verið með gistiþjónustu, veitingar og haldið úti pöbbastemningu.  Árið 2002 bættust pizzur á matseðilinn á Bjargi og fékk veitingastaðurinn þá nafnið Villapizza en Bjarg hélt áfam sínum sessi sem gistiheimili.  Heimamenn hafa ýmist talað um að fara á Bjarg, Villlapizzu eða einfaldlega á pöbbinn en vitanlega er það allt sami staðurinn.

Lesa alla fréttina

Eigendaskipti

Skrifað 25 February 2013


 

 Tilkynning vegna vöruflutningaþjónustu

Lesa alla fréttina

Öskudagurinn

Skrifað 13 February 2013


Hilmar Jón í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar

Það komu skemmtilegir gestir í KM þjónustuna í dag eins og önnur fyrirtæki og stofnanir í Búðardal.  Þar voru á ferðinni alls konar kynjaverur, dýr, prinsessur, persónur úr ævintýrum, sjónvarpsþáttum, bíómyndum, prestur og svona má lengi telja.  Á öskudagsballi foreldrafélags Auðarskóla voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana.  Hilmar Jón Ásgeirsson stóð upp úr í hópi barna en hann gerðist svo kjarkaður að raka af sér hárið til að skapa persónuna Georg Bjarnfreðarson og það leyndi sér ekki að strákurinn var búinn að temja sér ýmsa takta Georgs.  Þess má geta að hann bjó svo til skegg úr hárinu sem hann rakaði af sér.  Anna og Lolli í Magnússkógum voru verðlaunuð í hópi fullorðinna.  Hægt er að sjá myndir af Hilmari í hlutverki Georgs í myndamöppu febrúarmánaðar.

Lesa alla fréttina

Góðviðri

Skrifað 10 February 2013


Veðrið var með eindæmum gott í dag enda sást fólk víða á spjalli úti fyrir.  Þótt febrúar geti oft skartað hvítri breiðu þá var allt autt, nánast eins og andaði vori í lofti.  Snjóleysi hefur reyndar einkennt veturinn í Dölum fram að þessu, þó hefur hann sést endrum og eins en ekki í svo miklu magni.

Lesa alla fréttina

Þorrablót Laxdæla

Skrifað 21 January 2013


Þorrablót Laxdæla verður á laugardaginn 26. janúar.  Ball á eftir með Hvanndalsbræðrum!  Miðapantanir þurfa að berast undirrituðum nefndarmönnum í síðasta lagi miðvikudaginn 23.janúar:

Lesa alla fréttina

Myndir frá óveðrinu

Skrifað 2 January 2013


Áttu myndir frá óveðrinu um hátíðirnar?  Ef þú hefur áhuga á að birta myndir hér á km.is vinsamlegast hafðu samband með tölvupósti á km@km.is 

Lesa alla fréttina

Gleðilegt ár!

Skrifað 31 December 2012


KM þjónustan þakkar góð samskipti á árinu sem er að líða og óskar ykkur alls hins besta á komandi ári.  Gleðilegt ár!

Lesa alla fréttina

Gleðileg jól!

Skrifað 25 December 2012


KM þjónustan óskar þér og þér og þér og öllum hinum gleðilegra jóla.  Njótið hátíðar ljóss og friðar með gleðibrosi allt um kring.  Þið eruð öll yndisleg og við líka, KM gengið.      Gleðileg jól!

Lesa alla fréttina

Góð skötuveisla

Skrifað 22 December 2012


Kalli og Binni að sjóða

KM þjónustan tók forskot á sæluna og hélt skötuveislu á verkstæðinu í gær.  Það er orðin hefð að slá upp veislu fyrir KM fjölskylduna en það er nokkuð ljóst að sú fjölskylda stækkar ört með hverju árinu.  Takk fyrir komuna börnin góð, þetta var góð skemmtun!  Myndirnar eru komnar í möppu desembermánaðar.

Lesa alla fréttina

Kaffihúsakvöld Auðarskóla

Skrifað 17 December 2012


Í kvöld héldu nemendur á mið- og unglingastigi Auðarskóla sitt árlega kaffihúsakvöld.  Það er alltaf gaman að sjá unga fólkið á sviði og ekki er verra þegar góð fórnarlömb úr sal eru tekin með í leikinn, a.m.k. þegar þau eru úr liði karlkyns kennara.  Skjöldur og Kiddi fengu að finna vel fyrir því og líklegast ekki í fyrsta skiptið, sjá má myndir í myndamöppu desembermánaðar.  

Lesa alla fréttina

19 10 11 12 1322