Stormur

Skrifað 31 July 2012


Félagar úr Stormi

Gönguhópurinn Stormur er virkur gönguhópur Félags eldri borgara í Dölum en í þann hóp eru allir eldri borgarar velkomnir.  Hópurinn hittist á mánudögum og föstudögum kl. 10:30 við hús Rauða krossins í Búðardal og heldur af stað í hressandi göngu.  Gangan endar ævinlega á sama stað, í Rauða kross húsinu, þar sem menn drekka kaffi og "leysa málin" eins og sagt er.  Söngur fær gjarnan að hljóma eftir vel heppnaða göngu og grannt er fylgst með afmælisdögum félaganna, ef svo ber undir að vikan geymi afmælisdag einhvers göngugarpsins er afmælissöngurinn samviskusamlega sunginn.  Þegar mæting hefur verið sem best hafa 16 manns stormað um götur Búðardals en eins og gefur að skilja sveiflast talan eitthvað milli daga.  Allt sem félagið gerir er unnið í sjálfboðavinnu.
- S.M.

Lesa alla fréttina

Myndir frá kassabílarallýi

Skrifað 13 July 2012


Það eru komnar myndir frá kassabílarallýinu í myndasafnið.  Þú finnur myndirnar með því að velja "myndir" og möppu júlímánaðar, kassabílarallýið byrjar á bls. 16 (þar á undan eru myndir frá Vestfjarðavíkingnum og annað efni frá bæjarhátíð).
- S.M.

Lesa alla fréttina

Kassabílarallý KM þjónustunnar

Skrifað 13 July 2012


Á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal stóð KM þjónustan fyrir kassabílarallýi.  Þátttaka var góð og áhorfendur voru ekki síður góðir í sínum hlutverkum.  Úrslit urðu eftirfarandi:

Lesa alla fréttina

Vestfjarðavíkingurinn kom heim í Búðardal

Skrifað 9 July 2012


Bæjarhátíðin Heim í Búðardal fór vel fram og segja má að Vestfirðir hafi teygt sig örlítið inn á Vesturlandið.  Hinir síkátu Vestfjarðavíkingar glöddu gesti og gangandi með nærveru sinni en þetta árið fékk Búðardalur að njóta þess að fá víkingana heim og keppa í tveimur greinum, uxagöngu og steinatökum.  Í kynningu á fyrri keppnisgreininni, uxagöngunni, hafði Magnús Ver Magnússon orð á því að Búðardalur væri nú orðið einskonar hlið inn á Vestfirði en með tilkomu Þröskulda eiga þessi orð vel við því nú fer umferð að mestu leyti í gegnum Dali, hvort sem er á sunnan- eða norðanverða Vestfirði.  Mikil stemning skapaðist í kringum keppnina en keppendur sem og heimamenn voru hæstánægðir með fjölda áhorfenda.  Vestfjarðavíkingur ársins er Hafþór Júlíus Björnsson og er þetta þriðja árið í röð sem hann hampar titlinum. Dalamaður náði öðru sæti en það var Stefán Sölvi Pétursson sem mun þá líkast til vera sterkasti maður Dalanna en bróðir hans Úlfur Orri Pétursson náði 8. sæti í keppninni.  Í þriðja sæti var Georg Ögmundsson.  Þetta var í 20. sinn sem Vestfjarðavíkingurinn var haldinn og samkvæmt okkar heimildum var nú í fyrsta sinn farið með keppnina út fyrir Vestfirði, þ.e. í Búðardal og á Stykkishólm en á Vestfjörðum var keppt um borð í ferjunni Baldri, á Patreksfirði, Tálknafirði, Bjarkarlundi og Reykhólum.
- S.M.

Lesa alla fréttina

Bæjarhátíðin Heim í Búðardal

Skrifað 9 July 2012


Á leið sinni um Dali hafa margir eflaust orðið varir við aukinn sýnileika lögreglunnar.  Fyrir ekki alls löngu var rætt um lögreglulausan Búðardal og einna frægast er atriðið þeirra Spaugstofumanna þar sem þeir breyttu gamla textanum Er ég kem heim í Búðardal og gerðu grín að því frelsi sem þótti skapast þegar laganna verðir höfðu yfirgefið svæðið.  En nú er tíðin önnur, það er lögregla í Búðardal og starfar í sameinuðu embætti undir yfirskriftinni Lögregla Borgarfjarðar og Dala.  Síðast liðna helgi má segja að það hafi bæst við liðsaukann en við verkstæði KM þjónustunnar í Búðardal stendur hvít Lancer bifreið, skreytt bláum og rauðum röndum með ljósum á toppnum.  Þó er ekki um eiginlegan lögreglubíl að ræða heldur er þetta uppátæki KM manna og liður í bæjarhátíðinni Heim í Búðardal.  Í þessum hluta þorpsins var fólki uppálagt að skreyta með rauðu og bláu og því lá beinast við að útbúa lögreglubifreið við verkstæðið.  Þótt markmiðið hafi fyrst og fremst verið að skemmta sér og sínum þá náði gjörningurinn einnig að hægja vel á umferð í gegnum bæinn sem gaf af sér enn meiri ánægju meðal íbúa.  Fyrir stuttu var sett upp vefmyndavél og vísar hún yfir svæðið, vefmyndavélin er hýst á svæðinu www.budardalur.is
- S.M.

Lesa alla fréttina

Bæjarhátíð

Skrifað 7 July 2012


Bæjarhátíðin Heim í Búðardal stendur yfir um helgina.  Við í KM þjónustunni viljum minna sérstaklega á kassabílarallýið okkar sem hefst kl. 17:00 á laugardaginn, mæting við KM þjónustuna.  Sjá nánari dagskrá á www.dalir.is
Góða skemmtun!

Lesa alla fréttina

Hvalir í Hvammsfirði

Skrifað 22 June 2012


Við mönnum blasti sjaldséð sjón í dag en nokkrir háhyrningar létu sjá sig á sundi í Hvammsfirði.  Einar Jón Geirsson var einn þeirra sem fylgdist með og hann taldi þá hafa verið um 200-300 metra frá fjöruborðinu í Búðardal þegar þeir voru sem næst landi.  Þetta kom mönnum verulega á óvart en það mun teljast til undantekninga tilfella að hvalir gerist sýnilegir í firðinum.  Hilmar Óskarsson minnist þess þó að hafa séð hvali í Hvammsfirði þegar hann var barn, fyrir um fimmtíu árum síðan, en þeir komu ekki svona nálægt landi svo hann vissi til. 
Nú er kannski komin ástæða til að standa við auglýsinguna sem KM þjónustan setti inn á vefsíðuna 1. apríl s.l.  en þá var auglýst eftir báti til að gera hvalaskoðunarferðir út á.  Þetta var liður í aprílgabbi Dalabyggðar á dalir.is en þar á bæ höfðu menn áður sett inn frétt þess efnis að hvalir hefðu sést úti á Hvammsfirði - höfundur þess aprílgabbs hefur vitað hvað hann var að segja.
- S.M.
> Myndir í möppu júnímánaðar.

Lesa alla fréttina

Sumar og sól

Skrifað 21 June 2012


Unanfarið hefur sólin leikið við okkur hér í Dölum og mannlífið blómstrað í takt við það enda sjaldan betra að njóta útiveru en við slíkar aðstæður. Þessi tvenn hjón voru á leið til Ólafsdals en stöldruðu við og gerðu sér góða lautarferð við minnismerki Jóns Jónssonar söngvara og skálds frá Ljárskógum.  Þarna voru á ferð hjónin Markús Torfason og Ingunn Erlendsdóttir ásamt vinafólki sínu frá Noregi, hjónunum Egil og Eldri Svelstad.  Markús er afkomandi þeirra Torfa Bjarnasonar skólastjóra í Ólafsdal og Guðlaugar Zakkaríasdóttur (sjá olafsdalur.is).  Það er gaman að segja frá því að ljósmyndara og ritara þessara litla mannlífsinnskots var boðið upp á að smakka elgskjöt, sem var algjört lostæti, en Eldri hafði sjálf verkað kjötið. 
Takk fyrir mig :)
Steinunn.

Lesa alla fréttina

Kassabílarallý KM þjónustunnar

Skrifað 19 June 2012


Fyrsta kassabílarallý KM þjónustunnar verður haldið á hátíðinni Heim í Búðardal helgina 6.-8. júlí. Ungir sem aldnir ökuþórar eru hvattir til að skrá sig og sýna hvað í þeim býr.  Hjörtur tekur við skráningum í síma 8682884.
Eftir kl. 17:00 þriðjudaginn 3. júlí geta keppendur komið með fararskjóta sína í KM þjónustuna og fengið faglega aðstoð við að leggja lokahönd á smíðina og finna út úr vandamálum.
Við hvetjum foreldra, afar og ömmur sérstaklega til að aðstoða unga ökuþóra með þátttöku og við smíðar.

Lesa alla fréttina

Fálkaorðan

Skrifað 17 June 2012


Við óskum Halldóri Þorgils Þórðarsyni innilega til hamingju með fálkaorðuna sem var afhent á Bessastöðum í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní. 
Halldór, þú átt þetta svo sannarlega skilið!  Takk fyrir öll þín góðu störf í þágu Dalamanna.

Lesa alla fréttina

111 12 13 14 1522