Hjörtur Vífill

Skrifað 17 June 2012


Þetta er Hjörtur Vífill, hann er verkstæðisdrengur hjá KM þjónustunni og tekur að sér módelstörf í hjáverkum.  Sími: 8682884.

Lesa alla fréttina

17. júní

Skrifað 17 June 2012


Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Lesa alla fréttina

Skrifað 17 June 2012


Það var mikið um að vera í Búðardal í dag (16. júní) en hestamenn gerðu sér glaðan dag og fjölmenntu á móti á reiðvellinum og hið árlega kvennahlaup var gert út frá Leifsbúð.  Á meðfylgjandi mynd má þó sjá mestu skrautfjöður dagsins en hin útlimsfagra og litríka verðandi eiginkona Denna (á KM) gekk um og gladdi fólk víðs vegar um bæinn (sjá stærri mynd í júnímöppu).

Lesa alla fréttina

Sumarstemning

Skrifað 16 June 2012


Það er alltaf gaman að óvæntum uppákomum en ein slík átti sér stað hjá handverkshópnum Bolla í vikunni.  En þar voru þær Melkorka og Ásgerður búnar að koma sér fyrir í sólinni og spiluðu á harmonikkurnar.  Skemmtileg og svolítið "útlensk" götustemning þar á ferð.

Lesa alla fréttina

budardalur.is

Skrifað 29 May 2012


Í gær var vefsíðan budardalur.is opnuð með viðhöfn í Leifsbúð.  KM þjónustan óskar eigendum síðunnar til hamingju með flott framtak, það er glæsilegt að sjá hvað mikil vinna hefur farið fram nú þegar - áfram Búðardalur.is!

Lesa alla fréttina

Glíma

Skrifað 16 April 2012


Laugardaginn 14. apríl fóru 10 félagar úr Glímufélagi Dalamanna ásamt Jóhanni Pálmasyni þjálfara á Ísafjörð þar sem keppt var í Íslandsglímu, grunnskólamóti og sveitaglímu.  Að venju stóðu Dalamenn sig vel, náðu oft á verðlaunapall og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir náði í 2. sæti í Íslandsglímunni.  Sjá myndir í aprílmöppu.

Lesa alla fréttina

Gleðilega Páska!

Skrifað 7 April 2012


Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska.
KM þjónustan opnar aftur eftir páskafrí á þriðjudaginn 10. apríl kl. 8:00.

Lesa alla fréttina

1. apríl

Skrifað 2 April 2012


Í Hestfirði

Okkur leist vel á aprílgabb Dalabyggðar í gær og ákváðum að taka þátt með því að auglýsa eftir gúmmíbáti fyrir hvalaskoðunarferðir.  Ekkert slíkt er fyrirhugað enda gúmmíbátur tæpast sá besti í slíkar ferðir og hvalurinn hefur ekki látið sjá sig.  Myndin með fréttinni er samansoðin úr tveimur myndum, hvalurinn var myndaður í Hestfirði en eins og sjá má var Fellsströndin látin prýða bakgrunninn.

Lesa alla fréttina

Hvalaskoðun

Skrifað 1 April 2012


Hvalur í Hvammsfirði

KM þjónustan auglýsir eftir gúmmíbáti til kaupa hið fyrsta en ætlunin er að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir á morgun og eins lengi og sést til þess stóra.  Ef þú lumar á einum slíkum vinsamlegast hafðu samband við Karl í síma 8956677, Unnstein í síma 8988210 eða Þorbjörn í síma 8999411.

Lesa alla fréttina

Afmæli og mottumars

Skrifað 1 March 2012


Kalli KM

KM þjónustan er 12 ára í dag en fyrirtækið var stofnað 1. mars árið 2000.  Þar sem mottumars hefst sama dag var við hæfi að Kalli, annar stofnandi fyrirtækisins, skellti sér í myndatöku svo gestir vefsíðunnar geti notið þessa nýja mottuútlits - í alvöru :)

Lesa alla fréttina

112 13 14 15 1622