Jólasveinar

Skrifað 21 December 2011


Búðardalur skartar sínu fegursta þessa dagana eins og sönnum jólabæ sæmir.  Það er snjór yfir öllu og jólaljósin gleðja augað hvert sem litið er.  En það er fleira sem gleður því hinir gömlu og góðu jólasveinar hafa verið að sjást hér og þar eins og þetta myndband sýnir:

Lesa alla fréttina

Jólasnjór

Skrifað 23 November 2011


Það snjóaði létt í Dölum í dag og það lítur út fyrir að KM gengið sé að detta í jólagírinn í kjölfarið en nú geta menn varla haldið að sér höndum lengur og ætla að koma upp jólaljósunum fyrir helgi, enda er það vel við hæfi þar sem fyrsti í aðventu er á sunnudaginn. Til að koma skreytingarglöðum Dalamönnum í rétta jólaskapið er tilvalið að láta "Jól í Búðardal" með Írisi Guðbjarts hljóma undir, brosa og njóta ljósanna í skammdeginu... ho, ho, hó!

Lesa alla fréttina

Erlendir ferðamenn í vanda

Skrifað 15 November 2011


Tilkynning barst á sunnudegi um að erlendir ferðamenn væru langt fyrir utan veg á Svínadal, en þó á vegslóða, á rafmagnslausum bíl og án síma. Það var eðlileg skýring á rafmagnsleysinu en þeir höfðu komið á laugardagskveldi á staðinn og lagst til hvílu með úvarp og miðstöð á en höfðu bílinn ekki í gangi um nóttina. Þegar komið var á kranabílnum til að gefa start kom í ljós að þeim var orðið ansi kalt enda illa búnir í svona ferðalag. En bíllinn fór í gang og hélt fólkið vestur á vit fleiri ævintýra á Íslandi.

Lesa alla fréttina

Ferðamaðurinn

Skrifað 12 August 2011


Þakklæti ferðamannsins.

Ferðamaðurinn blessaður lendir oft í ógöngum á leið sinni og oftar en ekki kemur þá KM-þjónustan til hjálpar.

Lesa alla fréttina

Sumarið er tíminn

Skrifað 11 August 2011


...sungu þeir Rúnar og Bubbi fyrir mörgum árum og mætti ætla að þeir hafi ort þetta til okkar hér í KM þjónustinni því að hér er sumarið sannarlega tíminn... tími ferðalanga með sprungin dekk, bílaleigubíla úti í móum og laskaðra heyvinnutækja svo eitthvað sé nefnt.

Lesa alla fréttina

Sumar

Skrifað 25 May 2011


Það má segja að vefurinn okkar hafi farið í gott sumarfrí en lítið hefur verið skrifað hér inn þetta sumarið.  Kannski má segja að við höfum látið eins og sumarið í Dölum en það lét svo sannarlega bíða eftir sér þetta árið, lengi var kalt en eitthvað kíkti fröken Veðurblíða við þegar leið á.  Síðustu dagar hafa verið sólríkir og góðir og kvöldin falleg eftir því eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Lesa alla fréttina

Áburðarferð á Vestfirði

Skrifað 9 May 2011


Helgina 7.-8. maí fóru KM karlar ásamt Steina Kidda í trukkaferð vestur á firði með áburð.  Áburðurinn var sóttur til Hólmavíkur og því næst fluttur á áfangastaði; í Súgandafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð.  Flutningarnir gengu vel en þó sprakk á einum trukknum í fyrri lotunni og þurftu menn þá að leita til Dekkjaverkstæðis Ísafjarðar þar sem Bjarki reddaði málunum í snarheitum.  KM eigendur voru himinlifandi yfir þeirri þjónustu sem þar fékkst - auk þess sem það er alltaf gott að fá ástæðu til að kíkja aðeins á Ísafjörðinn góða :)  Myndir frá ferðinni er að finna í maí albúmi (vakin er sérstök athygli á hvað Hólmvíkingar eru framarlega í að þjónusta ferðamanninn með útiklósett).

Lesa alla fréttina

Jörfagleði

Skrifað 16 April 2011


Dagana 13.-20. apríl stendur yfir Jörfagleði í Dölum og mikið um að vera.  Nánari upplýsingar um hátíðna má finna á vef Dalabyggðar.
KM þjónustan óskar Dalamönnum og öðrum gestum góðrar skemmtunar á Jörfagleði.

Lesa alla fréttina

Útaf

Skrifað 15 April 2011


Mikil bleyta er í vegköntum og á hliðarvegum og er varasamt að fara of utarlega eins og sést á myndinni. Þessi var dreginn upp á Skógarströndinni.Lesa alla fréttina

Útafkeyrsla

Skrifað 14 April 2011


Tæpt var þegar Nonni fór með vörur út að Lyngbrekku. Á leið heim, með tóman bílinn, lenti hann eins og nokkrir aðrir í að missa bílinn í linan kantinn þegar hann mætti bíl. Betur fór en á horfðist. Bændur á Lyngbrekku komu á vélum og drógu bílinn upp á veginn.

Lesa alla fréttina

113 14 15 16 1722