Kreppan

Skrifað 25 February 2011


Ýmislegt er sett í viðgerð í KM þjónustunni. Einn góður maður kom með gúmmískó í viðgerð til að láta sóla þá, taldi hann betra að gera það en að fara í Borgarnes og kaupa eina slíka; já góði.

Lesa alla fréttina

112 dagurinn

Skrifað 12 February 2011


Vegna aðkomu KM karla að 112 deginum í Búðardal megum við til með að minna á þann viðburð hér:
Í tilefni 112 dagsins verður kynning á starfsemi neyðarþjónustuaðila í húsnæði Björgunarsveitarinnar Óskar laugardaginn 12. febrúar, kl. 13:00-16:00.
Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi sem tengist því.  Björgunarsveitin og sjúkraflutningamenn í Dalabyggð taka á móti gestum og gangandi.

Lesa alla fréttina

Bílvelta

Skrifað 4 February 2011


Hinn eini sanni lögreglumaður í Búðardal mætti á svæðið og tók slysið út.  Hvernig verður þetta þegar búið verður að skera niður úr einum í engan?
Lesa alla fréttina

Á hliðina

Skrifað 14 January 2011


Útkall á kranabifreið varð upp úr sex á fimmtudagsmorguninn, 13. janúar, en beislisvagn hafði fokið á hliðina sunnan meginn við Bröttubrekku.  Spila þurti vagninn niður svo hann fyki ekki fram af kantinum, svo var hann tekinn aftan úr vörubílnum þannig að hann kæmist áfram.  Völundur kom með krana og reisti hann á réttan kjöl og dró hann beint til Reykjavíkur.

Lesa alla fréttina

Gleðilegt nýtt ár!

Skrifað 30 December 2010


KM þjónustan þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða og óskar landsmönnum öllum farsældar og gleði á nýju ári.
- Hátíðarkveðjur frá starfsfólki.Lesa alla fréttina

Skötuveisla

Skrifað 27 December 2010


Þar sem karlpeningurinn innan KM þjónustunnar er þekktur fyrir mikla matarást var þörf á að halda annað matarboð í desember og á Þorláksmessu var haldin skötuveisla á verkstæðinu.  Þar naut Binni litli rútustrákur sín einstaklega vel og sýndi okkur hinum hvernig ástríðufullir kokkar eiga að vera.

Lesa alla fréttina

Jólahlaðborð

Skrifað 27 December 2010


KM þjónustan bauð starfsliði sínu á jólahlaðborð sem haldið var á heimili Unnsteins og Írisar, en þau lögðu sig hvað mest fram við undirbúninginn ásamt Röggu Tobbakonu.  Það var mikið borðað, drukkið, hlegið og grátið gleðitárum og var það förupilturinn (bílstjórinn) Viðar sem stóð sig hvað best í að koma mönnum í gráthlátursgírinn... og það var góður gír!

Lesa alla fréttina

Kaffihúsakvöld Auðarskóla

Skrifað 3 December 2010


Fimmtudaginn 2. desember var haldið kaffihúsakvöld í Auðarskóla.  Þar var fólki skemmt með söng, leikritum, spurningakeppni milli foreldra og nemenda (foreldrar töpuðu með miklum mun) og einnig var keppni í förðun sem hinir þrælvönu Kiddi og Skjöldur unnu.  Hér til hliðar má sjá mynd af Skildi förðunarmeistara að farða supermodelið sitt og eins og sjá má var þetta óaðfinnanlegt hjá þeim félögum.  Eyjólfur skólastjóri og Jón Pétur danskennari voru verðugir andstæðingar en haft er eftir sigurvegurum keppninnar að þeim stjóra og dansara sé farsælast að halda sig bara við sín fyrri störf.  Gestum var boðið upp á ljúffengt kakó og "skólabakaðar" kökur að hætti nemenda.  Þetta góða skemmtikvöld endaði með glæsilegu happdrætti. 
Sjá myndir í desembermöppu.

Lesa alla fréttina

Breyttur opnunartími í vetur

Skrifað 3 December 2010


Frá 1. desember 2010 verður almennur opnunartími frá kl. 8:00-12:00 og 13:00-17:00 alla virka daga.

Opnunartími verslunar um jól og áramót:

Lesa alla fréttina

Ófærð á Bröttubrekku

Skrifað 1 November 2010


Stundum er erfitt að vera flutningabílstjóri á sexhjóla bíl í ófærð á leiðinni upp Bröttubrekku og ekki síst þegar dekkin teljast ekki mjög góð. Trailer KM-þjónustunnar stoppaði á suðurleið í dag, fara þurfti með fleiri keðjur og bæta á bílinn. Þetta sýnir að alltaf kemur veturinn jafn mikið á óvart á Íslandi.

Lesa alla fréttina

115 16 17 18 1922