Starf á verkstæði

Skrifað 29 January 2018


Bifvélavirki eða vanur viðgerðarmaður óskast til starfa hjá KM þjónustunni Búðardal.
Um er að ræða fjölbreytt starf í almennum viðgerðum. Áhugasamir hafi samband við Karl Inga Karlsson í síma 8956677.

Lesa alla fréttina

Vörutalning 4.-5. janúar 2018

Skrifað 3 January 2018


Verslun KM þjónustunnar er lokuð vegna vörutalningar fimmtudaginn 4. janúar og föstudaginn 5. janúar. Verslunin opnar aftur mánudaginn 8. janúar.

Lesa alla fréttina

Gleðileg jól!

Skrifað 24 December 2017


Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. KM þjónustan

Lesa alla fréttina

Aukaopnun laugardaginn 21. okt. 2017

Skrifað 19 October 2017


Tilboð á vörum frá 66°N

Aukaopnun verður í KM þjónustunni laugardaginn 21. október kl. 13-17 á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda í Dölum. Tilboð verður á ýmsum fatnaði frá 66°Norður og að auki verður Lífland með kynningartilboð á völdum vörum.

Lesa alla fréttina

Atvinna í boði

Skrifað 20 July 2017


Verkstæði KM þjónustunnar

KM þjónustan í Búðardal auglýsir eftir bifvélavirkja eða hæfum viðgerðarmanni á verkstæði í fullt starf.
Nánari upplýsingar veitir Kalli í síma 8956677

www.km.is

Lesa alla fréttina

KM óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar

Skrifað 10 April 2017


KM þjónustan í Búðardal auglýsir eftir starfsfólki í sumarafleysingar:
- bifvélavirkja eða hæfum viðgerðarmanni á verkstæði. Meirapróf er kostur.
- starfsmanni í afgreiðslu í verslun KM þjónustunnar.
Nánari upplýsingar veitir Kalli í síma 8956677

Lesa alla fréttina

KM 17 ára í dag

Skrifað 1 March 2017


Tobbi, Kalli og Unnsteinn

KM þjónustan er 17 ára í dag 1. mars. Af því tilefni varð að taka mynd af fyrrum sameigendum en fyrir tilviljun var Klúkubóndinn mættur í Dalina og þar með KM bræður sameinaðir á afmælisdaginn.

Lesa alla fréttina

Ad Blue tunnur á lager

Skrifað 6 February 2017


Við viljum vekja athygli á að við erum nú með Ad Blue 210 lítra tunnur á lager.

Lesa alla fréttina

Opnun eftir vörutalningu

Skrifað 9 January 2017


Við opnum fyrr eftir vörutalningu! :) Verslun KM þjónustunnar opnar kl. 13:00 í dag eftir vörurtalningu (9. janúar 2017).

Lesa alla fréttina

Skatan á Þorláksmessu

Skrifað 29 December 2016


Það var glatt á hjalla í skötuveislu KM þjónustunnar á Þorláksmessu og góður fjöldi sem kom og bragðaði á kæstri skötunni. Einnig gátu menn gætt sér á tvíreyktu hangikjöti  og reyktum rauðmaga frá Stað í Reykhólasveit og Verkstæðis-Binni bauð upp á siginn fisk. Rannveig Árnadóttir lagði til heimabakaður rúgkökur og eins og fyrri árin mætti Fanney Kristjáns með heimabakað rúgbrauð. Fyrir jólin hafa margir komið færandi hendi með konfekt, drykki og annað góðgæti sem lagt var á borð á Þorláksmessu og þökkum við í KM þjónustunni  kærlega fyrir.  Myndir frá skötuveislunni eru komnar í myndamöppu desembermánaðar.

Lesa alla fréttina

1 2 3 4 522