Veðurblíða

Skrifað 10 July 2009


Veðurblíðan hefur leikið við okkur undanfarið og hitinn jafnvel mælst vel yfir 20°C.  Svo virðist sem ísvélin í verslun Samkaupa hafi ekki alltaf þolað álagið, enda mikil íssala á svona dögum, og nokkrum sinnum hefur starfsfólk þurft að hvíla hana frá gráðugum ísgleypum.  Það er gaman að sjá mannlífið blómstra á svona dögum og gott rennsli er í verslun, bakarí, pizzustað og kaffihús auk þess sem önnur fyrirtæki hafa nóg fyrir stafni.  Aðilar frá kvikmyndafyrirtækinu Poppoli hafa komið sér fyrir í Búðardal ásamt úrvalsliði leikara og annarra sem koma að upptökum á nýjustu kvikmynd Dalamannsins og leikstjórans Ólafs Jóhannessonar.  Það á eflaust eftir að verða fín skrautfjöður í hinu blómstrandi mannlífi Dalanna. 

Lesa alla fréttina

Fjögur útköll á einum sólarhring

Skrifað 8 July 2009


Það var nóg að gera á kranabílnum frá kvöldi 7. júlí og fram eftir morgni 8. júlí. 
Þetta byrjaði á því að redda þurfti eiganda hjólhýsis sem var staddur í Laxárdal með sprungið dekk en ekkert varadekk.  Binni fór á kranabílnum og reddaði málunum.
Í öðru útkallinu var bilaður bíll á þjóðveginum við Hrútsstaði.  Binni flutti hann á kerru aftan í kranabílnum til viðgerðar í KM þjónustuna.
Þriðja útkallið kom upp úr miðnætti.  Lögreglan kallaði út kranabíl frá Búðardal vegna bifreiðar sem hafði verið stolið í Borgarnesi þá um nóttina ásamt hjólhýsi.  Binni og Tobbi sáu um flutning í Borgarnes þar sem bifreiðin var sett í geymslu lögreglunnar.  Sjá nánar frétt á mbl.is um málið: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/08/stal_bil_og_hjolhysi/
Fjórða útkallið var vegna bilunar í bíl á Laugum í Sælingsdal.  Nonni fór sína fyrstu ferð á kranabílnum og flutti bifreiðina í Búðardal þar sem viðgerð fór fram.

Lesa alla fréttina

Dráttarbíll Króks í vanda, Krani gamli reddar málum

Skrifað 8 July 2009


Sunnudaginn 5. júlí var dráttarbíll frá Króki í Reykjavík sendur að Laugum í Sælingsdal til að sækja fellihýsi með bilaðan hjólabúnað.  Það vildi ekki betur til en svo að Króksbíllinn festist utan vegar meðan á aðgerðum stóð.  Króksmenn settu sig í samband við lögreglu sem kallaði út kranabíl frá KM þjónustunni í Búðardal, stoltan GMC af árgerð 75.  Kalli fór á vettvang á Krana gamla og spilaði dráttarbíl Króks upp svo þeir gætu lokið ætlunarverki sínu og fellihýsið komst að lokum til Reykjavíkur.

Lesa alla fréttina

Röngu eldsneyti dælt á bíl

Skrifað 8 July 2009


Laugardaginn 4. júlí fór Kalli af stað á kranabílnum að sækja bíl í nágrenni Lauga í Sælingsdal.  Þar var umræddur bíll farinn að haga sér einkennilega og bílstjórinn var þá fljótur að átta sig á því að hann hafði tekið rangt eldsneyti í Búðardal.  Hann hafði dælt bensíni á díselbílinn, margar krónur sem fóru fyrir lítið þar.  Bíllinn var fluttur í Búðardal og dælt af honum í KM þjónustunni á næsta virka vinnudegi.  Svona mistök virðast alltof algeng og það lítur út fyrir að þeim hafi fjölgað eftir að bensín- og díseldælur voru settar undir sama hatt í stað þess að vera aðskildar áður fyrr.  Það má velta því fyrir sér hvort bensínstöðvar gætu dregið úr þessum kostnaðarsömu mistökum með því að auka við merkingar á eldsneytistönkum. 

Lesa alla fréttina

Bílvelta við Dunk 3. júlí

Skrifað 8 July 2009


Bílvelta varð við Dunk í Hörðudal föstudaginn 3. júlí s.l.  Útkall barst KM þjónustunni frá lögreglu og Unnsteinn fór á vettvang og sótti bifreiðina sem síðar var flutt með vöruflutningabíl KM til Reykjavíkur.



Lesa alla fréttina

Bílvelta við Sauðhús 27. júní

Skrifað 28 June 2009


Útkall barst KM þjónustunni vegna bílveltu við Sauðhús í Laxárdal.  Unnsteinn fór á Krana gamla og sótti bifreiðina, Toyota Land Cruiser, sem verður send áfram til Reykjavíkur með vöruflutningum KM þjónustunnar.



Lesa alla fréttina

Útkall að Hnjóti 21. júní

Skrifað 28 June 2009


Erlendir ferðamenn lentu í því óhappi að húsbíll þeirra bilaði á Hnjóti á Vestfjörðum.  Beiðni barst Unnsteini í KM um að fara með bílaleigubíl vestur og ná í bilaða bílinn.  Þegar komið var á leiðarenda fengu ferðamennirnir bílaleigubílinn en bilaði bíllinn var töluvert stærri en upplýsingarnar gáfu sem lágu fyrir í byrjun ferðar.  Því var vélaflutningavagn fenginn frá Patreksfirði sem fór með bílinn til Reykjavíkur í næstu áætlunarferð þaðan.

Lesa alla fréttina

Óhapp á Steinadalsheiði 23. júní

Skrifað 23 June 2009


Það má með sönnu segja að það hafi verið heppni í óheppni að ekki fór verr þegar spindilkúla gaf sig á Honda bifreið á Steinadalsheiði.  Spindilkúlan var svo slitin að hún fór í sundur og sleit bremsuslönguna með þeirri afleiðingu að stýrisbúnaður og bremsur bifreiðarinnar urður óvirkar.  Svo vildi til að ökumaður var á leið um bratta brekku á lítilli ferð þannig að bifreiðin hélst á veginum þegar atvikið átti sér stað.  Spila þurfti bílinn upp á pall aftan í kranabíl og fór Binni með hann til viðgerðar í KM þjónustuna.

Lesa alla fréttina

Sumaráætlun vöruflutninga

Skrifað 18 June 2009


KM þjónustan auglýsir sumaráætlun vöruflutninga.  Vakin er athygli á breyttum brottfarartíma á fimmtudögum auk þess sem bætt er við vöruferðum á föstudögum í sumar.  Sumaráætlunin gildir út ágústmánuð.

Lesa alla fréttina

Gleðilega þjóðhátíð!

Skrifað 17 June 2009


KM þjónustan óskar Dalamönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar. 
Í Búðardal sá þjóðhátíðarnefnd Lions fyrir hátíðardagskrá sem heppnaðist vel að vanda.  Dagskráin hófst á skrúðgöngu þar sem skátar í skátafélaginu Stíganda voru fremstir í fylkingu ásamt Jóa löggu.  Eftir skrúðgöngu tók við hátíðardagskrá í Dalabúð þar sem m.a. kom fram nýútskrifaður grunnskólanemi í hlutverki fjallkonunnar, Elín Margrét Böðvarsdóttir.  Að hátíðardagskrá lokinni var kaffihlaðborð að hætti Lionsmanna þar sem menn gátu endurnýjað orkubirgðir sínar eftir mikil hlaup í fjölskylduratleik.  Við nýja leikskólann voru hoppukastalar fyrir unga fólkið og þar voru einnig bændur frá Erpsstöðum að selja KJAFT-ÆÐI, heimagerðan rjómaís (sjá nánar á www.erpsstadir.is). 

Lesa alla fréttina

119 20 21 22