Eldur í bílum

Skrifað 27 December 2016


Í desember hefur dráttarbíll KM þjónustunnar í tvígang þurft að sækja bíl suður í Dali eftir að kviknað hafði í. Í báðum tilfellum urðu bílarnir alelda á skömmum tíma og Slökkvilið Dalabyggðar kallað út til að slökkva eldinn. Engin meiðsli urðu á fólki en báðir bílarnir eru gjörónýtir.
Sjá fréttir á fréttaveitunni Skessurhorn.is
http://skessuhorn.is/2016/12/27/fjogur-ungmenni-sluppu-ur-brennandi-bil/
http://skessuhorn.is/2016/12/07/bill-gjoronytur-eftir-eld/

Lesa alla fréttina

Gleðilega hátíð!

Skrifað 27 December 2016


Starfsfólk KM þjónustunnar sendir sínar bestu hátíðarkveðjur með óskum um farsæld á komandi ári. Við þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Lesa alla fréttina

Tilboð á FW saltsteinum 8.-30. nóvember

Skrifað 8 November 2016


FW vítamínsteinar

FW vítamín saltsteinninn er á sérstöku tilboði 8.-30. nóvember eða eins og birgðir endast, 15% afsláttur.

Lesa alla fréttina

Jólaljósin á flottu verði

Skrifað 8 November 2016


Sunlight útiljós kr. 6500.-

KM þjónustan býður flott verð á jólaljósum - engir sérstakir afsláttardagar heldur sama lága verðið alla daga til jóla.
Verðdæmi:
Sunlight 20 ljósa útisería/díóðusería kr. 6500.-
Stjörnuljós 200 ljósa úti- og innisería kr. 4250.-
Stjörnuljós 80 ljósa úti- og innisería kr. 2300.-
Stjörnuljós 40 ljósa úti- og innisería kr. 1700.-
Ljósakúla "Magic Ball" 50 led ljós kr. 1595.-
Úti 200 ljósa jólatré 180cm kr. 6300.-
Úti/inni snjókarl 120 díóðuljós 50cm kr. 6600.-
Úti/inni jólasveinn 80 díóðuljós 50cm kr. 6200.-

Lesa alla fréttina

Laugardagsopnun 22. október 2016

Skrifað 20 October 2016


KM þjónustan verður með laugardagsopnun 22. október í tilefni haustfagnaðar sauðfjárbænda í Dölum, opið 13:00-16:00. Verðum með heitt á könnunni. Sjáumst!

Lesa alla fréttina

Ódýrari stígvél

Skrifað 20 September 2016


Puddle barnastígvélin kr. 6900.-

Við viljum vekja athygli á verðlækkun á Grubs skófatnaði. Puddle barnastígvélin kosta nú kr. 6900.- og Cityline reiðskórnir kr. 12.900.-
Einnig erum við komin með Dunlop stígvél á lager.

Lesa alla fréttina

#bleikrulla

Skrifað 5 July 2016


Krabbameinsfélagið hvetur bændur til að taka myndir af bleiku heyrúllunum og birta á samfélagsmiðlum með merkingunni ‪#‎bleikrulla‬
Fyrirfram þakkir fyrir þátttökuna!

Lesa alla fréttina

KM á facebook

Skrifað 12 June 2016


KM þjónustan hefur opnað facebook síðu, sjá www.facebook.com/kmthjonustan
Vefsíðunni www.km.is verður áfram ætlað að halda utan um myndasafn okkar og er því facebook síðan viðbót við hana.

Lesa alla fréttina

NýjaBlogEntry

Skrifað 26 May 2016


Eins og kemur fram á fréttaveitunni skessuhorn.is fór dráttarbíll KM þjónustunnar í útkall upp á Haukadalsskarð á þriðjudagskvöldið. Voru þar á ferð erlendir ferðamenn, karl og kona, og höfðu þau fest bílinn í snjóskafli þegar þau voru komin nánast alla leið upp á skarðið. Hjónin voru á ferðinni frá Ólafsvík og ætluðu til Akureyrar og notuðu Google Map til að fara stystu leiðina eins og sjá má á fréttinni á Skessuhorni:

Lesa alla fréttina

Framkvæmdir í verslun

Skrifað 22 May 2016


Í vikunni standa yfir breytingar innan verslunar KM þjónustunnar en verið er að skipta út hluta innréttinga. Það er von okkar að þetta valdi sem minnstu raski í afgreiðslu en opnunartíminn verður sá sami og vant er.

Lesa alla fréttina

1 2 3 4 5 622