Bóndi - ný bændastígvél

Skrifað 23 November 2015


Bóndi - bændastígvélin

Bóndi - bændastígvélin fást nú í KM þjónustunni. Stígvélin fást í stærðum 38-47 á 8.900 kr. Þetta eru stílhrein og þægileg gúmmístígvél með gripgóðum sóla. Þau eru víð um kálfana svo það loftar vel um fótinn. Eru með endurskinsmerki á hælum.

Lesa alla fréttina

Erlendir ferðamenn í vanda á Haukadalsskarði

Skrifað 26 October 2015


Þakklætið festist á mynd

Nú er vetur skollinn á með hvítri fönn og tilheyrandi kulda. Fyrir því fengu tveir erlendir ferðamenn að finna í dag þegar þeir ætluðu að ferðast til Akureyrar eftir dvöl á Snæfellsnesi.  Fóru þeir í gegnum Dali og ætluðu beina leið yfir Haukadalsskarð sem var skráð greiðfært. Þegar ferðamennirnir voru komnir langleiðina upp á efsta punkt skarðsins reyndi á að spóla sig í gegnum skafl og misstu þeir þá bifreiðina út af.  Þar sem símasambandslaust er uppi tóku þeir til þess bragðs að ganga til byggða og þökkuðu þeir sínu sæla þegar þeir mættu bændum við Kirkjufellsrétt eftir um 5 km göngu en þeir sömu hjálpuðu til við að kalla út dráttarbíl frá KM þjónustunni.  Annar ferðamaðurinn var með auka skófatnað í bílnum og greip hann með sér þegar þeir hófu gönguna frá bílnum, það kom honum vel þegar þurfti að vaða yfir á en hinn ferðafélaginn þurfti að gera sér lítið fyrir og vaða ána berfættur.  Það voru því kaldir en þakklátir ferðamenn sem kvöddu Dali í dag en þeir sögðust ætla að koma aftur síðar að sumarlagi til að skoða veginn yfir Haukadalsskarð.

Lesa alla fréttina

Bifvélavirki óskast

Skrifað 29 September 2015


Bifvélavirki óskast til starfa í KM þjónustunni, meirapróf æskilegt.
Um er að ræða fjölbreytt starf í almennum viðgerðum, áhugasamir hafi samband við Kalla í síma 8956677.

Lesa alla fréttina

Kartöflupokar

Skrifað 18 September 2015


Kartöflupokar eru komnir í KM þjónustuna, 5kg poki kr. 40.-

Lesa alla fréttina

Bílvelta við Miðskóg í Dölum

Skrifað 26 August 2015


Bílvelta var við Miðskóg í Dölum um níu leytið í morgun. Bílinn lenti utan vegar en náði aftur upp á veginn og valt þar á hliðina.  Dráttarbíl þurfti til að fjarlægja bílinn en hann mun vera talsvert tjónaður.  Einn maður var í bílnum og var hann fluttur til eftirlits á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal.

Lesa alla fréttina

Tilboð á barnastígvélum út október

Skrifað 21 August 2015


Nú eru Puddle/Muddies barnastígvélin á tilboði út október á kr. 6.700kr. (áður 7.900). 
Þetta eru sérstaklega vönduð og slitsterk stígvél, klædd að innan með neoprenefni sem heldur litlum fótum hlýjum í vetrarkuldanum.

Lesa alla fréttina

Peningafundur

Skrifað 20 August 2015


Það er alltaf gaman að geta sagt fréttir af góðverkum og heiðarleika.  Í gær var einn viðskiptavinur okkar svo óheppinn að missa pening út úr bílnum á bílastæði KM þjónustunnar og án þess að veita því athygli.  Upphæðin var að vísu ekki stór en það er svo sem aukaatriði í þessari frásögn.  Fljótlega kom einn af okkar viðskiptavinum inn með peninginn í hendi og lét okkur vita af því að hann hafði fundið hann úti og taldi jafnvel að eigandinn væri sá sem hafði keyrt af stæðinu stuttu áður.  Að sjálfsögðu settum við okkur í samband við viðkomandi og reyndist hann réttur eigandi.  Eigandinn virtist ekki hafa stórar áhyggjur af upphæðinni en var hæst ánægður með heiðarleika þess sem fann peninginn og stuðlaði að því að réttur eigandi fyndist.

Lesa alla fréttina

Þjóðvegur 66

Skrifað 20 July 2015


Talsvert hefur verið um útköll á dráttarbílum KM þjónustunnar það sem af er sumri og nú síðast var þörf á dráttarbíl upp á Kollafjarðarheiði.  Þar var einsdrifs fólksbíll pikk fastur í stórgrýti en leiðin er að öllu ófær og skráð sem slík hjá Vegagerðinni.  Um var að ræða erlenda ferðamenn en björgunarsveitin Heimamenn á Reykhólum náði í þá um nóttina og barst svo útkallið til KM þjónustunnar morguninn eftir.

Lesa alla fréttina

Vetrarfærð í júní

Skrifað 11 June 2015


Hjörtur Vífill starfsmaður KM þjónustunnar fór í útkall 8. júní s.l. upp á Steingrímsfjarðarheiði en þar voru aðstæður vægast sagt óvenjulegar fyrir júnímánuð, vetrarfærð og kuldi.  Budardalur.is og ýmsar aðrar fréttaveitur sögðu frá útkallinu en hér kemur myndin sem allir hafa beðið eftir.  Strákurinn er seigur í selfie!
Hér má smella til að sjá frétt á Búðardalur.is

Lesa alla fréttina

Evans hreinlætisvörur

Skrifað 2 June 2015


KM þjónustan hefur tekið í sölu Evans hreinlætisvörur frá Rekstrarlandi, við bjóðum einnig upp á sérpantanir á hinum ýmsu vörum sem Rekstrarland hefur upp á að bjóða.

Lesa alla fréttina

14 5 6 7 822