Í morgun barst KM þjónustunni beiðni um viðgerð en á Ódrjúgshálsi var vöruflutningabíll stopp og teppaði alla umferð stærri bíla. Kalli og Villi fóru að Ódrjúgshálsi til verkefnisins en þegar þurfti að sækja nauðsynlega bolta fyrir viðgerðina, þ.e. fara í veg fyrir bíl við Þröskulda, komu þeir að öðrum í vanda á Hjallhálsi. Hafði hann runnið þversum á veginum og KM menn spiluðu bílinn aftur upp. Að því loknu var erindinu að Þröskuldum sinnt og farið aftur til baka að Hjallhálsi í áframhaldandi viðgerðarvinnu.
Hér deilum við áhugaverðri slóð sem sýnir breytingar á Holuhrauni frá september 2014 fram til 3. janúar 2015, sjá slóð: http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=85031&src=fb
Ef ýtt er á hnappinn "View Image Comparison" fáið þið myndirnar hlið við hlið og getið dregið sleðann fram og til baka yfir myndirnar til að bera þær saman.
Rebecca Cathrine Kaad Ostendfeld bóndi á Hólum skellti inn myndbandi á netið sem sýnir íslenskan vetrarstorm. Myndbrotið sló í gegn á vefmiðlum og nú hefur BarcroftTV klippt saman nokkrar upptökur frá Rebeccu og miðlað sem fréttaskeiði á vefsíðunni YouTube. Smelltu hér til að sjá myndbandið.
Opnunartími KM þjónustunnar næstu daga:
Mánudagur 29. desember opið 8:00-12:00 og 13:00-17:00
Þriðjudagur 30. desember opið 8:00-12:00 og 13:00-17:00
Gamlársdagur 31. desmeber: LOKAÐ
Nýársdagur 1. janúar: LOKAÐ
Föstudagur 2. janúar: opið 8:00-12:00 og 13:00-17:00
Mánudagur 5. janúar: VERSLUN LOKUÐ VEGNA VÖRUTALNINGAR
Þriðjudagur 6. janúar: VERSLUN LOKUÐ FYRIR HÁDEGI VEGNA VÖRUTALNINGAR, opið frá kl. 13:00-17:00
ATH. OPIÐ Á VERKSTÆÐI báða vörutalningardagana.
Að öðru leyti er venjulegur opnunartími alla virka daga 8:00-12:00 og 13:00-17:00
KM þjónustan óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári.
Tipperary reiðhjálmar eru nú á 50% afslætti í KM þjónustunni. Verð nú kr. 9950.-
Laugardaginn 15. nóvember verður glímumót í Búðardal, staðsett í Dalabúð og hefst kl. 13:00. Mótið er hluti af meistaramótaröð Glímusambands Íslands. Við hvetjum fólk til að fjölmenna og hvetja okkar menn.
Fyrir hönd Glímufélags Dalamanna, Jóhann Pálmason.
Dalamenn hafa orðið vel varir við gosmengun í dag en blámóðan hefur nú legið yfir öllu og heldur í sterkari kantinum. Við höfum sett inn nokkrar myndir frá Búðardal en þær má finna með því að smella á myndamöppu októbermánaðar.
Verslun KM þjónustunnar verður opin laugardaginn 25. október kl. 13:00-17:00 vegna sauðfjárhátíðar Dalamanna. Sama dag opnar Steinunn Matthíasdóttir ljósmyndasýningu sína "KM kaffi". Það er alltaf heitt á könnunni hjá okkur, verið velkomin :)