Reiðhjálmar

Skrifað 26 August 2014


Erum komin með flotta og ódýra reiðhjálma frá þýska framleiðandanum USG.  Til í þremur stærðum og stillanlegir að aftan.  Hægt er að taka fóðrið innan úr þeim og setja í þvottavél.  Hjálmarnir uppfylla evrópska öryggisstaðla CE.  Verð kr. 12.800.-

Lesa alla fréttina

Puddle

Skrifað 22 August 2014


Puddle barnastígvélin

Í KM þjónustunni færðu Puddle barnastígvélin í stærðum 24-32.  Þetta eru vönduð stígvél hönnuð með það í huga að auðvelt sé að þrífa og klæða sig í og úr.  Stígvélin eru vel frostþolin en þau eru klædd með neoprenlagi að innan og náttúrugúmmíi að utan.  Verð 7.900 kr.

Lesa alla fréttina

Skráning í kassabílarallýið

Skrifað 9 July 2014


Hjörtur kassabílarallýdómari

Við minnum á kassabílarallý KM þjónustunnar en það hefur endanlega verið staðfest að rallýið verður á milli dagskrárliða hjá Vestfjarðavíkingnum, þ.e. kl. 15:00 á laugardeginum 12. júlí.  Hjörtur kassabílarallýdómari tekur á móti skráningu  í síma 868 2884.  Hægt er að sjá myndir frá seinustu hátíð með því að smella hér.

Lesa alla fréttina

Skreyting fyrir bæjarhátíð

Skrifað 9 July 2014


Örfáir dagar eru í að bæjarhátíðin Heim í Búðardal hefjist og eins og flestir vita skreytum við bæinn í litum eftir bæjarhlutum.  Innfráingar skreyta með rauðu og bláu en útfráingar með appelsínugulu og grænu.  Í KM þjónustunni fást nú skreytingafánar í þessum glaðlegu litum, athugið takmarkað magn.

Lesa alla fréttina

Bílvelta á Skógarströnd

Skrifað 8 July 2014


Bílvelta rétt við Bíldhól

Í dag þurfti að fara á kranabíl að sækja bíl á Skógarströndina en sá hafði oltið út af.  Þetta er fimmta bílveltan þetta sumarið á Skógarströnd, þ.e. á kaflanum milli Bildhóls og Straums.  Í öllum tilfellum hefur verið um bílaleigubíla að ræða og útlendingar á ferð sem væntanlega hafa ekki mikla reynslu af akstri á malarvegum en vegurinn á Skógarströnd þykir í verra lagi.  

Lesa alla fréttina

Kassabílarallý KM þjónustunnar

Skrifað 30 June 2014


Við minnum á kassabílarallý KM þjónustunnar á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal 11.-12. júlí.  Er þinn kassabíll að verða tilbúinn í keppni?

Lesa alla fréttina

Gleðilega páska

Skrifað 18 April 2014


Við í KM þjónustunni óskum ykkur gleðilegra páska.
Sjáumst hress eftir gott súkkulaðiát :)

Lesa alla fréttina

Vorlestin

Skrifað 4 April 2014


Vorlestin verður við KM þjónustuna í Búðardal kl. 18:00-21:00 í kvöld. Fyrirtækin Jötunn vélar, Lífland, Mjöll-Frigg, Vís og N1 ætla að kynna vörur sínar og þjónustu.  Á sama tíma verður opið í verslun KM þjónustunnar.  Sjáumst!

Lesa alla fréttina

Grub's skór

Skrifað 17 March 2014


Grub's reiðskór

Við erum með Grub's skófatnað til sölu í verslun KM þjónustunnar en í þeirri línu eru gegningaskór, reiðskór, kuldastígvél og barnastígvél.  Við erum með sýnishorn af öllum gerðum í verslun okkar og sérpöntum fyrir einstaklinga eftir óskum en einnig eigum við einhver númer á lager.

Lesa alla fréttina

Aðal bónerarnir

Skrifað 4 March 2014


Siggi prófaði mælaborðshreinsi á hausnum hans Skarpa

Aðal bónerar Akraness áttu ferð í Búðardal í vikunni og kíktu þeir við hjá okkur í KM þjónustunni.  Yfirbónerinn, sem veit allt um bón og kostnað, átti ekki til orð yfir verðinu á bónvörunum og bað okkur vinsamlegast um að hækka verðið á þeim því allt væri þetta miklu ódýrara heldur en á Akranesi.  Það er rétt að taka það fram að verðið fær að halda sér.

Lesa alla fréttina

16 7 8 9 1022