Heimsókn

Skrifað 25 November 2013


KM þjónustan fékk góða gesti í heimsókn um helgina en þar var á ferðinni hópur frá Sjúkrahúsinu á Akranesi auk sjúkrabílstjóra frá Borgarnesi.  Það var ánægjulegt að fá hópinn í Dalina en þarna voru margir kollegar nokkurra KM karlanna en KM þjónustan hefur lengi verið viðloðandi sjúkraflutninga í Búðardal.  Hópurinn heimsótti einnig fjósið á Erpsstöðum og endaði kvöldið á jólahlaðborði á Vogi.  Sjá myndir í myndamöppu