Jólahlaðborð

Skrifað 27 December 2010


KM þjónustan bauð starfsliði sínu á jólahlaðborð sem haldið var á heimili Unnsteins og Írisar, en þau lögðu sig hvað mest fram við undirbúninginn ásamt Röggu Tobbakonu.  Það var mikið borðað, drukkið, hlegið og grátið gleðitárum og var það förupilturinn (bílstjórinn) Viðar sem stóð sig hvað best í að koma mönnum í gráthlátursgírinn... og það var góður gír!