Nýr kranabíll KM þjónustunnar

Skrifað 24 August 2009


KM þjónustan hefur nú endurnýjað kranabílinn.  Eigendur fyrirtækisins gerðu sér ferð alla leið á Reyðarfjörð til að sækja gripinn og var hann kominn í Búðardal um kl. 3:30 á laugardagsmorguninn 22. ágúst... eða nóttu!  Fyrsta útkall á nýjum bíl var síðan um miðjan laugardaginn en þá hafði bíll oltið á Skógarströnd.  Annað útkall barst stuttu seinna sama dag frá nágrenni Háafells í Miðdölum, þar var fólk í berjamó og varð fyrir því óláni að bifreið þeirra varð rafmagnslaus.  Starfsmenn KM þjónustunnar eru að vonum ánægðir með nýjan bíl enda viðbúið að hlutverk þjónustubifreiðar geti orðið viðameira með aukinni umferð um Dali.