Öskudagurinn

Skrifað 13 February 2013


Hilmar Jón í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar

Það komu skemmtilegir gestir í KM þjónustuna í dag eins og önnur fyrirtæki og stofnanir í Búðardal.  Þar voru á ferðinni alls konar kynjaverur, dýr, prinsessur, persónur úr ævintýrum, sjónvarpsþáttum, bíómyndum, prestur og svona má lengi telja.  Á öskudagsballi foreldrafélags Auðarskóla voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana.  Hilmar Jón Ásgeirsson stóð upp úr í hópi barna en hann gerðist svo kjarkaður að raka af sér hárið til að skapa persónuna Georg Bjarnfreðarson og það leyndi sér ekki að strákurinn var búinn að temja sér ýmsa takta Georgs.  Þess má geta að hann bjó svo til skegg úr hárinu sem hann rakaði af sér.  Anna og Lolli í Magnússkógum voru verðlaunuð í hópi fullorðinna.  Hægt er að sjá myndir af Hilmari í hlutverki Georgs í myndamöppu febrúarmánaðar.

- SM