Tjald

Skrifað 19 October 2013


Hressir krakkar sem kunna að njóta góða veðursins

Ætli sumarið hafi ekki bara loksins komið í október?  Að minnsta kosti sáu nokkrir ungir og hressir krakkar ástæðu til þess að tjalda í dag og njóta útiverunnar.  Staðsetningin var ekki af verri endanum en unga fólkið hreiðraði vel um sig á grasbalanum fyrir ofan fjöruna í Búðardal með flott útsýni yfir Hvammsfjörðinn.