Vorlestin í KM

Skrifað 3 May 2016


Það var mikið um að vera í kringum KM þjónustuna í dag þegar Vorlestin mætti á svæðið. Birfreiðaskoðun Frumherja var einnig með sína starfsemi á verkstæðinu í dag og var því brugðið á það ráð að staðsetja Vorlestina á plani KM þjónustunnar hinum megin við veginn á Vesturbraut 15. Það var því ekki mikið um laus bílastæði um tíma og einhverjir brugðu á það ráð að leggja hjá nágrönnum okkar í Vegagerðinni. Sjá myndir í myndamöppu fyrir maí mánuð.