Breytingar í KM

Skrifað 3 September 2013


Siggi á fyrsta vinnudegi undir góðri stjórn Steinu.

Í sumar urðu þær breytingar hjá KM þjónustunni að Karl Ingi keypti hlut þeirra Unnsteins og Þorbjarnar í fyrirtækinu en þeir ætla báðir að einbeita sér að búskap ásamt öðrum störfum.  Unnsteinn flutti sig yfir að Klúku í Strandasýslu ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann skartar nú starfsheitinu bóndi.  Þorbjörn sinnir áfram störfum í vöruflutningum hjá Vörumiðlum samhliða störfum sínum sem bóndi að Harrastöðum.  Starfsmannahald breytist lítið en þó hafa tveir nýir starfsmenn tekið til starfa í verslunardeildinni en það eru Steinunn Matthíasdóttir og Sigurður Sigurbjörnsson en þau koma m.a. til með að taka við störfum Unnsteins sem hættir um næstu mánaðarmót.  KM drengirnir hafa átt gott samstarf og KM Karlinn þakkar þeim bændum kærlega fyrir öll góðu samskiptin, fíflaganginn og allt það sem hefur gert vinnuna að góðum leikvelli þeirra drengja.