Á hliðina

Skrifað 14 January 2011


Útkall á kranabifreið varð upp úr sex á fimmtudagsmorguninn, 13. janúar, en beislisvagn hafði fokið á hliðina sunnan meginn við Bröttubrekku.  Spila þurti vagninn niður svo hann fyki ekki fram af kantinum, svo var hann tekinn aftan úr vörubílnum þannig að hann kæmist áfram.  Völundur kom með krana og reisti hann á réttan kjöl og dró hann beint til Reykjavíkur.