Hvalir í Hvammsfirði

Skrifað 22 June 2012


Við mönnum blasti sjaldséð sjón í dag en nokkrir háhyrningar létu sjá sig á sundi í Hvammsfirði.  Einar Jón Geirsson var einn þeirra sem fylgdist með og hann taldi þá hafa verið um 200-300 metra frá fjöruborðinu í Búðardal þegar þeir voru sem næst landi.  Þetta kom mönnum verulega á óvart en það mun teljast til undantekninga tilfella að hvalir gerist sýnilegir í firðinum.  Hilmar Óskarsson minnist þess þó að hafa séð hvali í Hvammsfirði þegar hann var barn, fyrir um fimmtíu árum síðan, en þeir komu ekki svona nálægt landi svo hann vissi til. 
Nú er kannski komin ástæða til að standa við auglýsinguna sem KM þjónustan setti inn á vefsíðuna 1. apríl s.l.  en þá var auglýst eftir báti til að gera hvalaskoðunarferðir út á.  Þetta var liður í aprílgabbi Dalabyggðar á dalir.is en þar á bæ höfðu menn áður sett inn frétt þess efnis að hvalir hefðu sést úti á Hvammsfirði - höfundur þess aprílgabbs hefur vitað hvað hann var að segja.
- S.M.
> Myndir í möppu júnímánaðar.