Kassabílarallý

Skrifað 13 July 2012


Á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal stóð KM þjónustan fyrir kassabílarallýi.  Þátttaka var góð og áhorfendur voru ekki síður góðir í sínum hlutverkum.  Úrslit urðu eftirfarandi:

 

1. sæti í unglingaflokki: Helena Rós og Skarphéðinn Ísak á „Fjósaþrumunni“, samanlagður tími 36,51 sek.

 

1. sæti í flokki smjattpatta: Helgi Fannar og Elvar á „Frikka“, samanlagður tími 42,92 sek.

 

Einnig voru verðlaun veitt óháð aldursflokkum:

 

Ármann Rúnar, Daníel og Björgvin fengu verðlaunin „Af gamla skólanum“ en þeirra bíll var ekta kassabíll af gamla laginu. Nafn ökutækis vantar.

 

Hraðasektina fengu Angantýr Ernir og Andrea, nafn ökutækis vantar.

 

Best skreytti bíllinn kom frá Grund í Reykhólasveit, ökuþórar voru Tindur, Ketill og Margrét. Nafn ökutækis vantar.

 

Bestu tilþrifin sýndu Hilmar og Þórður á „Tundurskeytinu“ og „Stigasleðanum“.  Þeir félagar voru svo heppnir að vera með varaökutæki til staðar þegar bilun kom upp í „Tundurskeytinu“.

 

Frumlegsta hönnunin kom frá Eggerti Kára og Ingvari en þeir voru með kassabílinn „Tortímandann/The terminator“. 

 

 KM þjónustan óskar verðlaunahöfum til hamingju og þakkar góða þátttöku.