sjoferd

Skrifað 29 July 2013


Sveinn og Maggi í björgunarleiðangri

Í júlímöppu eru komnar myndir frá ævintýralegri sjóferð út Hvammsfjörð en báturinn endaði vélarvana og þá reyndi á hjálpsemi þeirra sem á landi voru og stóð ekki á því.  Þeir Sveinn á Staðarfelli og Maggi Jóns voru meira en tilbúnir til að bregðast við og náðu að með góðu að draga bátinn í land á flotta dráttarbátnum hans Sveins.  Maggi fór með bensín frá Búðardal að Staðarfelli og þaðan sigldu þeir Sveinn út þar til þeir náðu til bátsverja sem höfðu þá verið á reki í tæpa 2 klukkutíma.  Vel fór um alla fyrir utan að KM frúin var farin að finna fyrir sjóveiki en talsverð undiralda var með tilheyrandi vaggi, þá var ráð að leggjast fyrir og reyna að hafa það gott.  Reyndar voru áhyggjur meiri af af því hvernig hún færi að ef þessi veltingur drægist á langinn og kæmi að því að þurfa á salerni :)  Sífellt varð betra í sjóinn eftir því sem nær dró landi og voru menn strax farnir að hugsa til næstu ferðar.  Eftir að landi var náð var komið við á Staðarfelli þar sem Þóra tók á móti hópnum með myndarlegum málsverði og þegar allir voru orðnir endurnærðir flutti Maggi hópinn til Búðardals. Kalli, Steina og Steinar þakka kærlega fyrir sig!