Skatan á Þorláksmessu

Skrifað 29 December 2016


Það var glatt á hjalla í skötuveislu KM þjónustunnar á Þorláksmessu og góður fjöldi sem kom og bragðaði á kæstri skötunni. Einnig gátu menn gætt sér á tvíreyktu hangikjöti  og reyktum rauðmaga frá Stað í Reykhólasveit og Verkstæðis-Binni bauð upp á siginn fisk. Rannveig Árnadóttir lagði til heimabakaður rúgkökur og eins og fyrri árin mætti Fanney Kristjáns með heimabakað rúgbrauð. Fyrir jólin hafa margir komið færandi hendi með konfekt, drykki og annað góðgæti sem lagt var á borð á Þorláksmessu og þökkum við í KM þjónustunni  kærlega fyrir.  Myndir frá skötuveislunni eru komnar í myndamöppu desembermánaðar.