óskuðu eftir dráttarbíl að Bláfjallavegi

Skrifað 2 March 2016


Þýskir ferðamenn höfðu samband við Kalla í KM þjónustunni upp úr miðnætti í nótt og óskuðu eftir dráttarbílaþjónustu. Sögðust þeir vera fastir og gáfu upp vegnúmer 417 og kom í ljós að þeir voru staddir við Bláfjallaveg. Sögðust þeir hafa fengið þetta símanúmer frá öðrum erlendum ferðamönnum fyrir norðan daginn áður, ekki fengust ítarlegri upplýsingar um hvar fyrir norðan þeir voru þá staddir. Þar sem dráttarbílaþjónusta KM þjónustunnar er talsvert fjarri Bláfjallavegi var ferðamönnunum leiðbeint með hvernig best væri að snúa sér til að fá aðstoð nær þeirra svæði.