Sumar og sól

Skrifað 21 June 2012


Unanfarið hefur sólin leikið við okkur hér í Dölum og mannlífið blómstrað í takt við það enda sjaldan betra að njóta útiveru en við slíkar aðstæður. Þessi tvenn hjón voru á leið til Ólafsdals en stöldruðu við og gerðu sér góða lautarferð við minnismerki Jóns Jónssonar söngvara og skálds frá Ljárskógum.  Þarna voru á ferð hjónin Markús Torfason og Ingunn Erlendsdóttir ásamt vinafólki sínu frá Noregi, hjónunum Egil og Eldri Svelstad.  Markús er afkomandi þeirra Torfa Bjarnasonar skólastjóra í Ólafsdal og Guðlaugar Zakkaríasdóttur (sjá olafsdalur.is).  Það er gaman að segja frá því að ljósmyndara og ritara þessara litla mannlífsinnskots var boðið upp á að smakka elgskjöt, sem var algjört lostæti, en Eldri hafði sjálf verkað kjötið. 
Takk fyrir mig :)
Steinunn.

- Stærri myndir eru í myndamöppu júnímánaðar.