Vöruflutningar

1. mars 2013 tók Vörumiðlun ehf. yfir allan flutningarekstur KM þjónustunnar.  Vörumiðlun hefur gert samning um að áfram verði flutningar í Dölum/Reykhólum þjónustaðir frá húsnæði KM þjónustunnar að Vesturbraut 20 í Búðardal og sama fyrirkomulagi er haldið.  Allar upplýsingar um vöruferðir Vörumiðlunar má finna á vefsíðu þeirra á www.vorumidlun.is

 

Til að varðveita sögu KM þjónustunnar verða gamlar upplýsingar um flutningaþjónustuna áfram á vefsíðunni.

Vöruflutningar KM þjónustunnar höfðu fastar áætlunarferðir frá Landflutningum og Flytjanda til Búðardals og Reykhóla.  Auk þess sá KM þjónustan um alla flutninga fyrir Þörungaverksmiðjuna Reykhólum, kjötflutninga fyrir Kaupfélag Skagfirðinga og áburðar- og ullarflutninga fyrir bændur.  Gerð voru verðtilboð í stærri flutninga, s.s. búslóðir, gámaflutninga, vélar o.fl.  Yfirmaður vöruflutningadeildar var Þorbjörn Jóelsson