Saga KM þjónustunnar

KM þjónustan hefur verið starfrækt frá 1. mars árið 2000. Strax í upphafi gekk reksturinn út á vöruflutninga og bifreiðaverkstæði en síðar bættist við verslun sem þjónustar m.a. landbúnaðinn.  Vörumiðlun keypti vöruflutningana 1. mars árið 2013 og er afgreiðslustöðin til húsa hjá KM þjónustunni. Árið 2002 tók KM þjónustan að sér almenna spilliefnamóttöku en í dag er tekið á móti dekkjum, rafgeymum og brotajárni.  Frá stofnun fyrirtækisins hefur KM þjónustan verið í samstarfi við Endurvinnsluna og tekið á móti endurvinnanlegum umbúðum sem falla að reglum um skilagjald, sjá nánar á www.endurvinnslan.is.  Árið 2004 hóf KM þjónustan að þjónusta Sjóvá Almennar og í upphafi árs 2008 fór Frumherji í samstarf við KM þjónustuna með bifreiðaskoðun.  Skoðunardaga Frumherja má finna undir hnappnum 'Frumherji'. Stofnendur fyrirtækisins voru Karl Ingi Karlsson og Magnús Axel Jónsson sem ráku fyrirtækið í sameiningu til ársins 2002.  Þá hætti Magnús og við tóku Unnsteinn Árnason og Þorbjörn Jóelsson sem ráku fyrirtækið ásamt Karli Inga til 1. júlí 2013. 
Þá tók Karl Ingi við öllum rekstrinum ásamt eiginkonu sinni Steinunni Matthíasdóttur og ráku þau fyrirtækið saman til 1. september 2020, en þá urðu þau tímamót að fyrirtækið var selt eftir 20 ár í rekstri og Karl Ingi búinn að standa vaktina frá upphafi.
Vilhjálmur Hörður Guðlaugsson keypti KM þjónustuna 1. september 2020 og áhersla lögð á að reka fyrirtækið áfram í sömu mynd. Vilhjálmur hafði áður starfað hjá fyrirtækinu í um 8 ár og því öllum hnútum kunnugur.