Frá 1. desember 2010 verður almennur opnunartími frá kl. 8:00-12:00 og 13:00-17:00 alla virka daga.
Opnunartími verslunar um jól og áramót:
Stundum er erfitt að vera flutningabílstjóri á sexhjóla bíl í ófærð á leiðinni upp Bröttubrekku og ekki síst þegar dekkin teljast ekki mjög góð. Trailer KM-þjónustunnar stoppaði á suðurleið í dag, fara þurfti með fleiri keðjur og bæta á bílinn. Þetta sýnir að alltaf kemur veturinn jafn mikið á óvart á Íslandi.
Haustfagnaður var í Dölum 22.-23. október. Föstudagurinn byrjaði með lambhrútasýningu og eflaust fleiru sem er látið óupptalið hér og um kvöldið var sviðaveisla, hagyrðingakvöld og endað á balli með Geirmundi. Það var talið að á fimmta hundrað manns hafi verið á sviðaveislunni. Á laugardaginn var lambhrútasýning, opið hrútamót, Íslandsmeistaramót í rúningi, leikir í boði skáta, markaður og fleira í reiðhöllinni. Nokkrar myndir úr reiðhöllini eru komnar í októbermöppu.
Gamli sjúkrabíllinn í Búðardal var endurnýjaður á dögunum. Fenginn var nýrri bíll sömu tegundar, Ford Econline, en fimmtán árum yngri. Það verður mikill munur þar sem mikil aukning er á umferð í gegnum Dalasýslu.
Alhvít jörð í Dölum. Það ber ekki á öðru en að það sé komin hálka í Dölum og margir vilja komast á nagladekk. Stöðugur straumur hefur verið af bílum í umfelgun hjá KM-þjónustunni, menn sitja sveittir við að negla og umfelga allar stærðir af bílum.
Í ágúst tóku KM bræður sig til og löguðu planið í kringum KM-þjónustuna. Þá var lögð olíumöl í samstarfi við aðra húseigendur á Vesturbraut 20 á sama tíma og sveitarfélagið lagði á planið á nýju gámasvæði. Gilbert Hrappur og Einar Kristjáns sáu um malarflutning í undirlagið og Sæmundur Jóhanns sá um að hefla og slétta svæðið. Fyrirtækið Blettur lagði olíumölina. Sjá myndir í myndamöppu.
Á þjóðhátíðardaginn nutu Dalamenn og aðrir gestkomandi góðrar dagskrár í sumar- og sólskinsskapi enda ekki annað hægt í þeirri veðurblíðu sem okkur var gefin þann daginn. Dagskráin hófst kl. 13:00 við höfnina en þar var m.a. boðið upp á siglingar, andlitsmálun og hestaferðir. Kl. 14:00 var haldið af stað í skrúðgöngu þar sem Dalaskátar gengu í broddi fylkingar ásamt lögregluþjóni. Skrúðgangan lá að Dvalarheimilinu Silfurtúni þar sem Lionsmenn héldu utan um dagskrá. Í hlutverki fjallkonunnar var Heiða Berg Díönudóttir og Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri flutti ávarp. Eftir dagskrá á Silfurtúni var haldið á Miðbrautina þar sem gestir og gangandi gátu keypt kaffiveitingar hjá Lionsmönnum eða notið leiks á leikskólalóð þar sem búið var að koma fyrir uppblásnum hoppköstulum. Á bifreiðastæði við stjórnsýsluhúsið voru "112 menn" búnir að koma fyrir öllum neyðarbílum í Dalabyggð og hátíðargestir gátu komið þar við og skoðað tækjakostinn. Hinum meginn við götuna, þ.e. við leikskólann, var Jörundur Hákonarson með sína glæsilegu farkosti til sýnis, tvo fornbíla og Ferguson dráttarvél. Sjá myndir í myndamöppu.
Í Búðardal var tekið forskot á sjómannadaginn og sérstök sjómannadagshátíð haldin degi fyrr, á laugardegi. Að venju fór dagskráin fram við höfnina og var í höndum Björgunarsveitarinnar Óskar. Keppt var í brettahlaupi og koddaslag og keppendur sáu svo sannarlega um að kitla hláturtaugar áhorfenda. Björgunarsveitinni var færð gjöf frá Lionsmönnum og var það Þorkell Cýrusson formaður sem afhenti Birni Antoni Einarssyni formanni Björgunarsveitarinnar nætursjónauka. Eftir það var boðið upp á siglingar í Hvammsfirðinum. Í Leifsbúð gat mannskapurinn sest niður og gætt sér á sjávarfangi, kaffi og ýmsu öðru girnilegu. Hægt er að sjá myndir í myndamöppu.
Nú fara áburðarflutningar á fullt, keyrt er frá Grundartanga, Hvammstanga en þó aðallega frá Hólmavík. Tekin var skorpa á laugardagin 1. maí en þá fóru Binni, Tobbi og Kalli á þremur Scanium og gerðu góðan túr. Var borðað í Baulunni og kaffi hjá Gunnari og Kristjönu á Hólmavík. Myndir í maí möppu úr þeirri ferð.