1. júní barst útkall frá lögreglu vegna bifreiðar sem fór út af vegi við Bæ í Reykhólasveit. Binni fór á kranabílnum og flutti bifreiðina í Búðardal, þaðan var hún flutt til Reykjavíkur á vöruflutningabíl KM þjónustunnar.
Sjómannadagurinn fór vel fram í Búðardal. Menn mættu á bryggjuna þar sem keppt var í koddaslag, brettahlaupi og fl. Boðið var upp á sjóferð á gúmmíbát Björgunarsveitarinnar Óskar sem sá um fjörið þennan dag líkt og undanfarin ár. Við þökkum þeim fyrir góða dagskrá!
Það má sjá fleiri myndir undir myndahnappnum hér að ofan.
Við í KM þjónustunni verðum óneitanlega vör við aukna umferð á vegum úti nú í upphafi júnímánaðar. Það sýnir sig m.a. í aukningu á útköllum kranabíls. Vikan hófst á útkalli hjá Unnsteini að Ljá þar sem Nissan bifreið hafði oltið ofan í skurð en engin slys urðu á fólki.
Í öðru útkalli barst beiðni um aðstoð frá kranabíl á Þorskafjarðarheiði vegna Musso jeppa. Í fyrstu taldi eigandi jeppans framdrifið vera brotið en eftir símtal töldu menn líkur á því að um bilun væri að ræða sem síðar reyndist vera hægt að lagfæra á staðnum. Gísli leysti það verk vel af hendi og ferðalangarnir gátu haldið áfram áætlaðri ferð sinni í sumarbústað á Vestfjörðum.
Fljótlega eftir útkallið á Þorskafjarðarheiði fór Binni á kranabílnum að Gunnarsstöðum á Skógarströnd. Útkall hafði borist frá Lögreglunni en tveir útlendingar höfðu lent í því óhappi að velta bílaleigubíl sínum, Suzuki Jimny.
Velkomin á nýja heimasíðu KM þjónustunnar Búðardal. KM þjónustan hefur starfað frá 1. mars 2000 með verkstæði, vöruflutninga og búvöruverslun. Nánari upplýsingar má finna á undirsíðum fyrir hvern þjónustuþátt. Á þessari síðu komum við til með að birta ýmsar upplýsingar um starfsemina og fréttir frá fyrirtækinu.